Menntamál - 01.08.1968, Síða 83
MENNTAMÁL
191
ráð Hafnarfjarðar þinginu í heimsókn í skóla í Hafnarfirði.
Var Öldutúnsskólinn skoðaður og drukkið þar síðdegiskaffi.
Fundir.
Stjórnarfundir voru alls 28. Auk þess hafa flestir stjórnar-
menn setið í nefndum, sem skipaðar voru innan stjórnar-
innar til að undirbúa ýmis mál fyrir stjórnarfundi og
fleira. Þá hefur stjórnin að venju þurft að ganga á fund
ráðherra og annarra aðila, sem fjalla um skólamál og kjara-
mál. Einnig hefur stjórnin oft þurft að afgreiða mál með
símtölum sín á milli.
Kynningarfundir voru haldnir með kennaraefnum Kenn-
araskólans bæði árið 1967 og 1968, þar sem starfsemi sam-
bandsins var kynnt.
Launa- og kjaramál.
Á fulltrúaþinginu 1966 var gerð samþykkt í launa- og
kjaramálum, rétt þykir að birta hana hér orðrétta:
Sampykkt 19. fulltrúapingsins.
19. fulltrúaþing S.Í.B. felur sambandssjórn að vinna að
bættum kjörum barnakennara á sama grnndvelli og fyrri
þing hafa samþykkt, og leggur áherzlu á eftirfarandi:
a) að sömu laun verði greidd kennurum, sem kenna á
skyldunámsstiginu, hafi þeir sömu undirbúnings-
menntun og kennararéttindi,
b) að kennsluskylda barnakennara verði lækkuð,
c) að barnakennarar verði svo vel launaðir, að þeir séu
eigi tilneyddir að vinna aukavinnu sér til lífsfram-
færis,
d) að kennarar, sem kenna á skyldunámsstigi, skuli hafa
lokið námi við Kennaraskóla Islands,
e) að stofnsett verði hið allra fyrsta framhaldsdeild við