Menntamál - 01.08.1968, Síða 91
MENNTAMÁL
199
Tillögum þessum fylgdi ítarleg greinargerð. Varðandi
hugmynd Kjararáðs að launastiga var samþykkt í sambands-
stjórn, að sú 20% hækkun, sem krafizt var, væri of lítil,
en ekki væri þó ástæða til að gera athugasemdir við launa-
stigann að svo stöddu.
Hinn 3. júlí 1967 sendi Kjararáð bandalagsfélögunum
drög að kröfum B.S.R.B. varðandi vinnutíma, yfirvinnu
o. fl. og óskaði el'tir athugasemdum og breytingartillögum.
4. ágúst sendi stjórn S.Í.B. Kjararáði eftirfarandi athuga-
serndir:
Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara hefur athugað
drög Kjararáðs að kröfum varðandi vinnutíma, yfirvinnu
o. fl. frá 28. júní sl.
Sambandsstjórn fagnar því, að Kjararáð hefur nú fallizt á
kröfu S.Í.B. um lækkun kennsluskyldu barnakennara. Enn-
fremur hefur Kjararáð tekið til greina flestar tillögur S.Í.B.,
sem sendar voru Kjararáði í apríl sl.
Kjararáð hefur þó ekki tekið upp í drög sín liði 6 og
10 í fyrrgreindum tillögum S.Í.B. Sambandsstjórn bein-
ir þeim eindregnu tilmælum til Kjararáðs, að það endur-
skoði afstöðu sína til þessara liða, sérstaklega liðs 10 um
skólastjóra 9 mán. skólanna.
Hinn 30. maí sl. voru bandalagsfélögunum sendar tillög-
ur aðildarfélaga B.S.R.B. um vinnutíma o. fl. Jafnframt var
þess óskað, að félögin sendu viðbótartillögur fyrir 15. júní
sl., ef einhverjar væru.
Sambandsstjórn sendi Kjararáði hinn 21. ji'iní sl. nokkrar
viðbótartillögur. Kjararáð hefur ekki tekið þessar tillögur
til greina í drögum sínum. Sambandsstjórn er þeirrar skoð-
unar, að tillögur þessar, ef á þær verður fallizt, muni verða
til mikilla bóta fyrir skólastarfið í heild, auk þess að veita
kennurum nokkra viðurkenningu fyrir starf, sem þeir vinna
og hafa unnið fram til þessa. Stjórn S.Í.B. skorar því á
Kjararáð að athuga tillögur þessar betur og taka þær upp
í endanlegar tillögur sínar.