Menntamál - 01.08.1968, Page 93
MENNTAMÁL
201
7) „Sé unnin yfirvinna í matartíma skulu vera matartímar
kl. 19.00 til kl. 20.00 og kl. 3.00 til kl. 4.00 og teljast þeir
til vinnutímans, enda sé vinnu haldið áfram eftir matar-
tímann eða hluti af honum unninn. Sama gildir um matar-
tíma kl. 12.00 til 13.00 á laugardögum, sunnudögum og
öðrum frídögum." 8) Vinni kennari utan daglegs vinnu-
tíma samkvæmt ósk skólastjóra að félagsmálum nemenda,
skal gxeiða fyrir það sem yfirvinnu.
Aðrar kröfur kennara voru ekki teknar til greina af
Kjaradómi.
Hér að framan hefur verið gerð allítarleg grein fyrir
kröfum Jreim, sem S.Í.B. gerði og hvernig þeim var tekið.
Taldi sambandsstjórn rétt að birta gang mála, enda þótt hér
sé um alllangt mál að ræða.
Önnur kjaramál.
Þá skal vikið að nokkrum öðrum málum, sem sambands-
stjórn hefur unnið að og snerta launa- og kjaramál kennara.
1) Yfirvinnugreiðslur í veikindum. Eins og kom fram á
síðasta fulltrúaþingi, skrifaði fjármálaráðuneytið eftirfar-
andi bréf, dags. 1. marz 1966.
„Um fasta starfsmenn ríkisins gildir almennt sú regla,
að þeir fái í veikindaforföllum aðeins greidd föst laun. Fjár-
málaráðuneytið telur, að þessi regla verði að gilda jafnt um
kennara sem aðra, og því beri ekki að greiða föstunx kenn-
urum önnur laun en föst laun í veikindaforföllum.
Telja má eðlilegt, að um greiðslur til stundakennara í
veikindaforföllum séu hafðar til viðmiðunar þær reglur,
sem gilda á alnxennum vinnumarkaði, en ákvæði þar að
liitandi er að finna í lögum nr. 16/1958. Með hliðsjón af
þeim getur ráðxuxeytið falli/.t á, að stundakennari, sem hef-
ur Jxað starf að aðalstarfi, Jx. e. kennir hálfa kennslu eða
íxxeira, og hefur á hendi svo mikla kennslu a. m. k. eitt
skólaár, fái í veikindaforföllunx óskert kaup í hálfan mán-