Menntamál - 01.08.1968, Qupperneq 95
MENNTAMÁL
203
Strax eftir að kjaradómur féll, hófust athuganir á því,
hvort þetta ákvæði dómsins riði ekki í bág við önnur laga-
atriði. Höfðu stjórnir S.Í.B. og L.S.F.K. um þetta nána
samvinnu og leituðu aðstoðar B.S.R.B. Mörg rök hnigu að
þvi, að ákvæði þetta fengi ekki staðizt, m. a. vegna ákvæða
erindisbréfsins o. fl. Mjög mikillar óánægju varð vart nreð-
al kennara vegna þessa ákvæðis. Hinn 27. desember sl. birti
svo fjármálaráðuneytið bréf, þar sem þetta atriði er túlkað
kennurum í óhag. Þá voru og í bréfi þessu ýmis fleiri atriði,
sem ráðuneytið ákvað einhliða, eins og t. d. unr 25% álags-
greiðslu fyrir skyldukennslu utan daglegs starfstíma skóla
í stað 50% og 90% álags áður.
Félög kennara í Reykjavík héldu mjög fjölmennan fund
á Hótel Sögu um málið og var nrikill einhugur um að rnót-
nræla þeinr skerðingunr á kjörum kennara, sem bréf ráðu-
neytisins mælti fyrir um.
Þessi eindregna afstaða kennara leiddi svo til þess, að
ráðuneytið féllst á að ræða þessi atriði við fulltrúa lrennar
og að kennarar skyldu eiga rétt á sönru greiðslum út skóla-
árið og þeir fengu fyrrihluta þess. B.S.R.B. tilnefndi kenn-
ara í nefnd til viðræðna við samninganefnd ríkisins vegna
þeirra atriða í bréfi fjármálaráðuneytisins, sem snertu kenn-
ara. Nefnd þessi ræddi málið, en ekki náðist samkonrulag
unr nein atriði. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar héldu fast við
fyrri afstöðu, og eru nú liorfur á því, að fjárnrálaráðherra
vísi ágreiningi unr daglegan vinnutíma kennara til félags-
dórrrs. Ekki er unnt að fullyrða, hvað gert verður af hálfu
ríkisins varðandi „25%-álagið“. Ráðuneytið ákvað að fresta
framkvæmd þess á þessu skólaári, en hvað gerist 1. sept. er
ekki vitað. Stjórn S.Í.B. samþykkti á fundi sínunr 7. maí sl.
ályktun um, hvernig bregðast sknli við þessu hinn 1. sept.
n.k. Verður sú ályktun lögð fyrir þingið.
3) Kennsluafsláttur kennara afbrigðilegra barna. í kjara-
dónri frá 3. júlí 1963 var ákveðið, að kennsluskylda kenn-