Menntamál - 01.08.1968, Side 99
menntamál
207
framkvæmd ýmissa atriða, sem varða störf kennara, svo að
komizt verði hjá sífelldum ágreiningi og leiðindum.
Ýmis félagsmál.
Hér á eftir verður getið stuttlega ýmissa mála, sem
stjórn S.Í.B. eða fulltrúar hennar hafa unnið að.
1) Milliþinganejnd, i skólamálum. Aðalmál síðasta fulltrúa-
þings var eins og kunnugt er endurskoðun skólamála.
Vannst ekki tínri til að ganga endanlega frá ályktun um
málið, og var ákveðið að vísa framkomnum tillögum og
málinu í lieild til milliþinganefndar, sem sambandsstjórn
var falið að skipa. Fljótlega að loknu þingi skipaði stjórn
S.Í.B. eftirtalda menn í nefndina: Andra ísaksson, Kristján
J. Gunnarsson, Brodda Jóhannesson, Áslaugu Friðriksdótt-
ur, Þorgeir Ibsen, Skúla Þorsteinsson og Sigurþór Þorgils-
son.
Nefndin hélt nokkra fundi um málið og afgreiddi sanr-
hljóða ályktun. Ekki eru tök á því að birta ályktun þessa
hér, en hún var send stjórn fræðslumála, nr. a. formönnum
allra fræðsluráða og skólanefnda svo og menntamálanefnd
Alþingis.
2) Bókasafn S.Í.B. Þegar síðasta fulltrúaþingi lauk, var
skrásetning bóka hafin. Guðrún Gísladóttir sá unr það
starf. Verk þetta reyndist unrfangsmeira en í fyrstu var
ætlað, en því var að mestu lokið í septenrber 1967. Safnið
var formlega opnað í septemberlok. Af því tilefni bauð
stjórn S.Í.B. ýmsunr þeim, senr stutt höfðu að framgangi
málsins, ásamt fyrrverandi formönnum S.Í.B. til kaffi-
drykkju í félagsheimilinu. í safninu eru 2—3 þúsund bæk-
ur, og fjalla þær flestar um skóla- og uppeldismál. Sanr-
bandsstjórn samþykkti reglur um útlán bókanna. Voru þær
birtar í Menntamálum, er því ekki þörf á að skýra frá
þeim hér.