Menntamál - 01.08.1968, Síða 104
212
MENNTAMÁL
S.Í.B., að sambandið taki að sér rekstur félagsins í áföngunr.
Mál þetta hefur verið í athugun, en ekki hefur endanlega
verið gengið frá málinu, þar sem þetta rnyndi m. a. krefjast
mjög aukins starfsliðs á skrifstofu S.Í.B. Starfsmaður sam-
bandsins liefur þó að undanförnu kynnt sér nokkuð ýmis
atriði varðandi þessa starfsemi og hafið lítils háttar störf
fyrir byggingarsamvinnufélagið. Mál þetta verður rætt á
þessu þingi.
8) Menntamál. A síðasta fulltrúaþingi S.Í.B. var lagt til,
að Félagi háskólamenntaðra kennara yrði gefinn kostur
á aðild að útgáfu Menntamála. Þá var stjórn S.Í.B. falið í
samráði við aðra útgefendur að ráða útgáfustjórn, sem ann-
aðist fjármál ritsins og framkvæmdastjórn.
Sameiginleg nefnd stjórna S.Í.B. og L.S.F.K. starfaði og
starfar enn að athugun á útgáfu ritsins. F.kki hefur náðst
samkomulag við meðútgefanda ritsins, L..S.F.K., um að gefa
F.H.K. kost á aðild að útgáfunni. Hins vegar var félögum
í F.H.K. sent ritið sem áskrifendum árið 1966 og 1967 í
samráði við stjórn félagsins.
Á árinu 1966 var athuguð rækilega ósk forstöðumanns
Skólarannsókna, Andra ísakssonar, urn að Skólarannsókn-
ir stæðu að útgáfu ritsins ásamt flestum félögum kennara.
Var talið nauðsynlegt, að ritið kæmi út a. m. k. 8 sinnum
á ári. Var töluverð vinna lögð í þessar athuganir, en þegar
kostnaðaráætlun lá fyrir um þessa breyttu útgáfu, fékkst
ekki fjármagn til hennar frá ríkinu. Hefur þessari útgáfu-
hugmynd ekki verið hreyft síðan.
9) Varúð á vegum. Þegar samtökin Varúð á vegum voru
stofnuð, gerðist S.Í.B. einn af stofnaðilum. Samtök þessi
leggja, eins og kunnugt er, einkum áherzlu á umferðar-
slysavarnir í starfsemi sinni. Stjórn S.Í.B. þótti rétt að
stuðla að þessari starfsemi með því að gerast aðili að stofn-
un samtakanna. Þau félög, sem eru fullgildir aðilar að sam-