Menntamál - 01.08.1968, Síða 107
MENNTAMÁL
215
ið á miðvikudögum, eins og áður er getið. Svavar Helga-
son, kennari, hefur annazt rekstur skrifstofunnar og dagleg
störf í þágu sambandsins. Gerður var starfssamningur við
starfsmanninn í okt. 1967, þar sem verksvið hans og laun
voru ákveðin með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Greidd
hafa verið kennaralaun miðað við 16 lfl. Starfsemi skrif-
stofunnar hefur farið ört vaxandi, frá því að hún var fyrst
opnuð. Kennarar hafa verið hvattir til að leita aðstoðar og
upplýsinga. Fjölmargir kennarar hafa því leitað til skrif-
stofunnar, og hefur verið kappkostað að veita þeim eins
góða þjónustu og unnt var.
Mjög hafa aukizt samskipti samlrandins við erlend kenn-
arasamtök. Hafa þau skrifað og óskað eftir upplýsingum.
Hefur skrifstofan leyst úr öllum þessum óskum. Áður er
getið umfangsmikillar vinnu, vegna þáttöku í TFTA og for-
mannaráðstefnu í Noregi og Svíþjóð. Þá má einnig benda
á það, að tillögur og greinargerðir vegna kjarasamninga eru
allar skriflegar. Er mikið starf: að gera þær vel úr garði,
eins og reynt hefur verið. Til fróðleiks er birtur hér fjöldi
bréfa, sem sambandsstjórn hefur skrifað á sl. 2 árum.
a) til aðila hér á landi 750—800 bréf (dreifibréf meðtalin).
b) til erlendia aðila 30—40 bréf, auk ýmissa upplýsinga,
sem áður er getið.
Stjórn sambandsins hefur undanfarin ár leitað til Guð-
mundar Ingva Sigurðssonar, hrl., ef hún hefur talið þörf
lögfræðilegrar aðstoðar varðandi ýmis mál. Á sl. vetri ósk-
aði Guðmundur eftir því að losna undan störfum í þágu
S.Í.B. vegna anna. Sambandsstjórn fékk þá Jóhann Þórðar-
son, hdl., til þessara starfa. Hefur hann nú m. a. 4 mál
til athugunar fyrir sambandsstjórn.
2) Erindrekstur — ráðstefnur. Sambandsstjórn hefur að
venju orðið við óskum frá nokkrum svæðasamböndum um
að senda fulltrúa á fundi þeirra til að skýra frá gangi launa-
og kjaramála kennara o. fl. Formaður sambandsins, Skúli