Menntamál - 01.04.1969, Síða 22
16
MENNTAMÁL
þýða hentuga bók, sem nota mætti við kennsluna. í þessu
skyni kannaði hún allmargar kennslubækur í eðlis- og efna-
fræði, sem nú eru kenndar íDanmörku, Noregi og Svíþjóð.
Nefndin telur, að engin þessara bóka fullnægi þeim
kröfum, sem hér hafa verið settar fram um námsefni og
kennsluaðferðir.
í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur hins vegar verið
unnið rnikið starf við að skapa nýtt námsefni í raungreinum,
námsefni, sem miðað er við þær breyttu kröfur, sem þjóð-
félag vorra daga gerir. Nefndin vill leggja á það ríka áherzlu,
að hún telur, að íslenzkum nemendum verði vart tryggt
betra námsefni en fá mætti, ef byggt yrði á starfi og reynslu
við nýsköpun kennslu í eðlis- og efnafræði í þessum tveimur
löndum.
Til þess að kynna þessa nýsköpunarviðleitni nánar, er í
grein 3.1 lýst þeirri þróun, sem leiddi til samningar hins
nýja námsefnis, og því starfi, sem þar var unnið. Ennfremur
er gerð nánari grein fyrir mun á nýju og gömlu námsefni í
grein 3.2.
Vegna þess hve skólakerfi beggja þessara landa eru ólík
hinu íslenzka, henta þær bækur, sem þar eru kenndar, ekki
íslenzkum skólum óbreyttar, en þær auðvelda mjög samn-
ingu nýs námsefnis. Það er því tillaga nefndarinnar, að þær
verði hafðar að fyrirmynd, þegar samið verður íslenzkt náms-
el'ni í eðlis- og efnafræði fyrir börn á aldrinum 11 til 16 ára.
Þar sem þróunin virðist stefna ört að því, að yfirgnæfandi
meirihluti hvers árgangs haldi áfram námi í gagnfræðaskóla
eitt ár eða fleiri, eftir að skólaskyldunni lýkur með II. bekk,
telur nefndin eðlilegast, að námsefnið verði ein samfelld
heild fram að miðskólaprófi, eða landsprófi. Námsefnið skal
byggja á þeirri reynslu, sem fengizt hefur í Bandaríkjunum
og Bretlandi í endursköpun námsefnis raungreina. Sýni-
tilraunir kennara og nemendaæfingar skulu vera snar þáttur
kennslunnar. Þá vill nefndin, að stefnt verði að því, að