Menntamál - 01.04.1969, Side 117
MENNTAMÁL 111
I varastjórn eru Gunnlaugur Sigurðsson, B.A., og Loftur Guttormsson,
lic.-’es-lettres.
Alyktun um launamál.
Samkvæmt yfirlitsskýrslu frá fræðslumálaskrifstofunni fyrir skóla-
árið 1961—62 voru 243 kennarar í bóknámsgreinum starfandi við
skóla gagnfræðastigsins. Aðeins 62 höfðu fyllstu kennararéttindi (þe.
háskólapróf í kennslugrein að viðbættu prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum), þ.e. rúml. 25% (25,5) allra bóknámskennarar á gagnfræða-
stigi.
Samkvæmt yfirliti frá sömu skrifstofu um setta og skipaða skóla-
stjóra og kennara við skóla gagnfræðastigsins skólaárið 1968—69 voru
fastir bóknámskennarar 436 að tölu, en aðeins 72 þeirra höfðu fyllstu
kennararéttindi eða rúrnl. 16% (16,5). Tala kennara með fyllstu
kennsluréttindi — þ.e. réttindi, sem ein geta tali/.t fullnægjandi til
kennslu bóknámsgreina — hefur því á tímabilinu 1962 til 1969, á
einum 7 árum, lækkað úr 25,5% allra bóknámskennara i 16,5%.
Af lramanskráðu er augljóst, að kjör kennara laða ekki háskóla-
menntaða menn að kennslustörfum. Hlýtur sú staðreynd að teljast
ein helzta orsiik þess, sem miður hefur farið í skólamálum íslendinga.
Alvarlegri verða þó þau áhrif, sem skortur á liáskólamenntuðum kenn-
urum lilýtur að hafa á þróun skólamála í náinni framtíð, enda er
hætt við, að barátta fyrir umbótum á því sviði komi að litlu haldi,
ef ókleift verður að ráða að skólum á gagnfræða- og menntaskólastigi
nægilega sérmenntaða kennara. Það er því krafa FHK, að laun kenn-
ara verði Irætt og Jrað svo, að kennslustörf verði a.m.k. jafn eftirsóknar-
verð lyrir háskólamenntaða menn nteð tilliti til launa og þau störf
önnur, sem háskólamenntaðir menn stunda.
FHK lýsir yfir stuðningi sínum við starfsmat fyrir opinbera starfs-
menn og fer fram á, að framkvæmd þess verði hraðað svo sem kostur
er.
Alyktun um kennslutilhögun i uppeldis- og kennslufreeðum
við Háskóla íslands.
Þar eð íslenzkum stjórnvöldum eykst nú skilningur á nauðsyn sér-
menntunar lil kennslustarfa ekki síður en til annarra vandasamra
slarfa í þjóðfélaginu, er óhjákvæmilegt að breyta kennslutilhögun í
uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Islands.