Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 5

Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 5
Urr> sig. Hún hefur aldrei fengizt til að koma með bróður sinn hingað heim, þó a^ Elín hafi oft nefnt það við hana. —■ Víst er hann bróðir minn, og það er Ijótt að kalla mig flón, segir Dísa. Tóta kemur nú út að gæta að Dísu, °S kún losar Kötlu við hana, svo að l'ún tefji hana ekki. Tóta er með upp- sett hárið og málaðar varir, og hún gengur á hælaháum skóm. Hún er allt 1 einu svo fullorðinsleg, að það liggur nserri að Katla sé feimin við hana. Elín tekur Kötlu mjög alúðlega, eins °S hún er vön, og Katla finnur ekki lengur til óþæginda í návist hennar. Þær f* Iara yfir nokkrar léttar söngæfingar, °S Katla finnur, að Elín er eitthvað ar>nars hugar. '—■ Þetta er ágætt, Katla mín, segir ^ún. -— y;g verðum að fara mjög var- ^ga, svo að þú reynir ekki of mikið á r°ddina, á meðan þú ert svona ung. • Ég reyni ekkert á mig. Ég get Sungið miklu hærra en þetta, segir Katla. "— Já, ég efast ekki um það, segir Elín brosandi. — Það er nokkuð, sem langar til að minnast á við þig, Éatla mín. Ég er nýbúin að fá bréf frá Soðri vinkonu minni í London, sem veit eg á efnilega stjúpdóttur. Hún vill Slarnan fá þig til sín eins og mánaðar- tlUla í sumar, og þú mátt hafa Svölu ’neð þér, ef hún getur fengið að fara. ^vitað verður að borga ferðirnar |jr'r ykkur. Hvað segirðu um þetta, Katla mín? k Kötlu verður orðfall í svipinn. Þetta ernur henni algerlega á óvart. ~~~ Eg er hrædd um, að mamma leyfi mér ekki að fara, segir hún hikandi. — Hún aftekur alveg að ég fari vestur til Abigael í sumar, þó að hún sé alltaf að biðja mig um að koma. — Það er allt annað, segir Elín. — Mamma þín hlýtur að skilja, að þú get- ur haft svo mikið gagn af ferðinni vegna enskunnar, og það veitir ekki af að létta eitthvað undir fyrir landsprófið. — Ég veit, að þetta væri bæði gagn og gaman, segir Katla. — En svo eru það ferðirnar. Þær eru víst hræðilega dýrar. — Þú þarft ekki að hafa neinar á- hyggjur af þeim, segir Elín. — Pabbi þinn ætlar að borga þær fyrir þig. En það verður að vinda bráðan bug að öllum undirbúning, því að þið megið helzt ekki fara seinna en um miðjan ágúst. — Eftir rúman hálfan mánuð, segir Katla, og hún er alls ekki búin að átta sig á þessu. — Já, hálfur mánuður er nógur tími, ef vel er á haldið, segir Elín brosandi, — og nú er líklega bezt að hugsa ekki meira um sönginn í þetta sinn. Katla mætir Bolla í dyrunum, þegar hún er að fara. Hann er að koma frá vinnu, þreytulegur og þungbúinn á svip- inn. Hann kastar á hana kveðju, en stanzar ekki neitt hjá henni, og Kötlu dettur þá ekkert í hug til þess að segja við hann, þó að henni falli illa að sjá hann svona niðurdreginn. Bolli hefur aldrei verið sjálfum sér líkur, síðan pabbi hans fór til Kanada fyrir nokkrum mánuðum. Hann vildi fara með honum, en gerði það fyrir mömmu sína að vera kyrr og fara í Menntaskólann. Hann hefur margsagt VORIÐ 99

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.