Vorið - 01.09.1964, Side 14

Vorið - 01.09.1964, Side 14
meiri hita núna, en mælirinn sýndi áS- an,“ sagði hún áhyggjufull. „Þú ættir þó aS vita, aS þaS er sunnudagur í dag.“ Nú var Hans öllum lokiS. Hann lagSi aftur augun. Aldrei á ævi sinni hafSi hann gert aSra eins skyssu. Hér var hann neyddur til aS liggja inni, þaS sem eftir var dagsins, á meSan félagar hans léku sér af lífi og sál úti á baSströndinni. Þetta var nú meira áfalliS. „Reyndu aS borSa svolítiS,“ heyrSi hann móSur sína segja. Hann svaraSi ekki, því aS nú fyrst hafSi liann misst alla matarlyst. „Þetta verSur áreiSanlega í síSasta sinn, sem ég tek þaS ráS aS SKRÓPA úr skólanum,“ tautaSi hann viS sjálfan sig. Sigríður }. HannesdóttiT þýddi. SLYNGUR VERZLUNARMAÐUR Verzlunarstjórinn í einni af stórverzl- unum borgarinnar gerði boð eftir nýja verzlunarþjóninum, sem þegar á fyrsta degi hafði slegið öll fyrri sölumet verzl- unarinnar. Ungi maðurinn lét lítið yfir afreki sínu og sagði: „Ég seldi manni aðeins nokkra öngla, en síðan sagði ég: „Þér getið ekki notað önglana nema fá öngultauma líka, og svo seldi ég honum taumana. Svo reyndi ég að út- skýra fyrir honum, að hann gæti ekki notað öngulinn og girnið nema kaupa sér einnig stöng, og svo seldi ég hon- um stöngina. Síðan bætti ég við: Ég sé ekki fram á annað en að þér verðið að fá yður bát. Ef lítið er um fisk frain með ströndinni verðið þér að lcita dýpra, sagði ég, og svo keypti hann bát- inn. Þér verðið líka að kaupa yður net í bátinn. Það er svo seinlegt að fiska á stöng, og hann féllst þegar á það. Loks sagði ég, en hvemig ætlið þér að koma netinu út í bátinn, ef þér hafið engan bíl, og aflanum heim að lokum, og ég seldi honum gamla bíl- inn minn.“ „En hvernig var það?“ spurði verzl- unarstjórinn. „Setti ég yður ekki í sælgætisdeildina ? “ „Jú,“ svaraði afgreiðslumaðurinn. „En maðurinn kom inn til að kaupa súkkulaði handa kærustunni sinni, sem hafði fótbrotnað. Þegar ég heyrði það sagði ég: „Mér líst svo á, að þá verði vinna eitthvað stopul hjá yður næstu sex vikur. Ég legg því til að þér farið að fiska í tómstundum yðar.“ “ X SJÁLFSSTJÓRN Stjórnaðu tungu þinni, þegar freist- ingin til að ljúga eða nota ljót orð leit- ar á þig. Stjórnaðu hendi þinni, þegar húii ætl -ar að slá, stela eða gera annað Ijótt. Stjórnaðu tilfinningum þínum, þeg- ar þú reiðist, eða þegar einhver reið- ist þér. Stjórnaðu hjarta þínu, þegar slæm- ir félagar reyna að fá þig með sér á vafasamar skemmtanir. 108 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.