Vorið - 01.09.1964, Side 31
PRINSESSAN Á BAUNINNI
ÆVINTÝRALEIKUR í 4 ÞÁTTUM
1. þáttur.
(í hallarsalnum. Kóngurinn og
drottningin sitja í hásæti. Hirðmenn og
hirðmeyjar standa í kring. Prinsinn
kernur inn, hneigir sig auðmjúklega fyr-
lr hásætinu).
Persónur: Kóngurinn, drottningin,
prinsinn, prinsessan Jsold, Lúísa, María,
hirðmeyjar og hirðfólk).
KÓNGURINN: Sonur minn, móðir þín
°g ég höfum komið okkur saman um,
að tími sé kominn til að þú kvænist.
Við erum að verða gömul og viljum
helzt, að þú og prinsessan þín verðið
kóngur og drottning í ríkinu svo fljótt,
sem hægt er.
(RlNSINN: Jæja, pabbi. En hafið þið
ákveðið hvaða prinsessu ég eigi að
fá?
ÖROTTNINGIN: Nei, drengur xninn,
það vildum við ekki. Við viljum, að
þú ráðir þ ví sjálfur. Þú skalt fara út
1 heiminn og leita að góðri og fal-
Rgri prinsessu.
RRinsinn : Beztu þakkir, pabbi og
rnamma. Ég skal gera það, sem ég get,
til að finna prinsessu, sem verður eins
goð og vitur drottning og þú hefur
verið, mamma.
ROTTNINGIN lyftir hendinni og seg-
ir alvarlega og lágt): En mundu, að
það verður að vera sönn prinsessa.
ALLIR: Já, sönn prinsessa.
Tjaldið.
2. þáttur.
(Sama leiksvið).
KÓNGURINN (við drottninguna): Nú
hefur sonur okkar verið fjarverandi
í nærri heilt ár. Hann hlýtur að fara
að koma heim.
DROTTNINGIN: Já, við skulum vona
það. Ég sakna hans svo mikið, og
hlakka til að sjá brúðina hans. En
það er gott að hann gefur sér góðan
tíma til við svo vandasamt val.
(Það heyrist hávaði og mannamál
úti fyrir Prinsinn kemur inn og hneig-
ir sig).
PRINSINN: Kæri pabbi og marnma, þá
er ég aftur kominn heim.
KÓNGURINN: Velkominn heim, dreng-
ur minn.
DROTTNINGIN (teygir hendurnar í
áttina til hans, en hann gengur til
hennar og faðmar hana): Það er in-
dælt, að þú skulir vera kominn. Og
sýndu okkur nú brúði þína.
(Hirðfólkið talar saman, án þess
þó að til þess heyrist).
VORIÐ 125