Vorið - 01.09.1964, Side 6
Kötlu, að hann ætli til pabba síns und-
ir eins og hann hafi lokið stúdentsprófi,
ef pabbi hans komi ekki heim aftur.
Katla er búin að mæðast mikið yfir
þessari Kanadaferð. Hún var svo dauð-
hrædd um, að mamma Svölu léti und-
an og þær mæðgurnar færu með Sig-
urði. Það varð þó ekki úr því, en Sig-
urður er alltaf að skrifa, og hann vill
endilega fá þær til sín, svo að það er
ekki gott að vita, hvemig þetta fer.
Katla ræður af að koma við hjá
Svölu og segja henni þessi stórkostlegu
tíðindi með Englandsferðina, sem hún
trúir reyndar ekki á að geti orðið nokk-
uð úr, enda finnur hún, að hana langar
ekki til að fara, nema Svala geti komið
líka.
Svala kemur hjólandi heim að hús-
dyrunum jafnsnemma Kötlu. Hún hef-
ur verið við innheimtustörf að und-
anförnu og látið vel yfir.
— Mér hefur aldrei gengið eins vel
og í dag, kallar hún til Kötlu. — Ég er
komin upp á svo gott lag og sé undir
eins, hvað bezt á við á hverjum stað.
Oftast er ég bljúg og kurteis og hneigi
mig til jarðar og þakka með virktum
fyrir það, sem mér er borgað. Þó kemur
fyrir, að það er heppilegra að vera með
dálítinri snúð, og við einn karl sagði ég
í dag, að hann mætti til að borga mér
vissa upphæð, annars væri ég hrædd
um, að mér yrði sagt upp starfinu.
— Ekki langaði mig til þess að fást
við innheimtu, segir Katla og fylgist
með Svölu inn í íbúðina.
— Ég er ekki heldur viss um, að þú
værir vel til þess fallin, segir Svala. —
Þetta er ekki öllum gefið.
Mamma Svölu er ekki komin heim af
skriístofunni, þar sem hún hefur unnið
síðan Sigurður fór til Kanada.
— Ég fékk bréf frá stjúpa mínum i
morgun, segir Svala. — Hann er alltaf
að gylla fyrir mér, hvað skemmtilegt se
þarna úti og góðir skólar. Ég veit svo
sem, að það væri heppilegt fyrir mig
að fara. Þá gæti ég seinna meir skrifað
á ensku og orðið heimsfrægur rithöf-
undur.
Katla svarar engu. Svala veit, hvað
henni er þetta umræðuefni ógeðfellt.
— Auðvitað er það fyrst og fremst
mamma, sem Sigurður vill fá til sín, en
hann veit, að hún fer ekki án mín, og
þess vegna er hann að reyna að hafa
áhrif á mig, segir Svala.
Svo dregur niður í henni, og hun
hvíslar:
— Ég held, að mamma kæri sig ekki
um að fara til Sigurðar, og ég gæti bezt
trúað, að hún sé miklu hrifnari af pabba-
Hann kemur oft til okkar núna og stend-
ur stundum lengi við.
— Það er ágætt. Þá farið þið ekki
neitt, segir Katla.
— Gott og ekki gott, segir Svala. -
Ég get ekki annað en kennt í brjósti
um Katrínu, ef pabbi og mamma skyldu
taka saman aftur. Hún yrði þá ein að
basla með Kalla greyið, sem ég er hrædd
um að verði alltaf hálfóefnilegur. Það
er þó munur hjá mömmu að hafa inig-
Loksins kemst Katla að með erindið
og segir Svölu frá Englandsferðinnn
sem þær eigi kost á. Svala starir á hana,
og benni verður orðfall í bili, sem ekki
kemur oft fyrir.
— Ég skil þetta ekki, segir hún svo,
100 VORIÐ