Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 18
kallaðar eru Mikkelseyj ar. HafiS þið
komið þangað?
— Nei, aldrei.
— Það gerir ekkert. í ósköpunum
var einnig kastað í sjóinn miklu af blá-
berjasultu, þess vegna er svo mikið af
bláberjum á Mikkelseyjunum.
— Jæja, sögðu strákarnir.
— „Refanút“ komst þannig nauðug-
tega út á meira dýpi í Eystrasaltinu
Þar voru mikiar öldur. Matsveinninn
var í eldhúsinu að sjóða graut, þegar
stór bylgja kom yfir þilfarið og tók með
sér hollenzka skútu, sem var hent upp
í grautarpottinn.
— Sjáið nú heimsku Álandsstrákana,
sem hafa smíðað sér báta úr baunabelgj-
um og henda þeim svo upp í pottinn okk-
ar, sagði matsveinninn.
Svo þurfti skipið að beygja til að kom-
ast út úr Eystrasaltinu, inn í Eyrarsund
og út í Kattegat. Þegar stefnið var kom-
ið inn í Eyrarsund og skuturinn úti í
Eystrasalti, rak skipstjórinn upp fagn-
aðaróp. Hásetarnir æptu einnig húrra,
og meðan allir hrópuðu húrra fór skip-
ið á land og með þvílíku afli, að þar
sat það blýfast. Þetta var mjög óþægi-
legt, því þegar farið var að athuga all-
ar kringumstæður, þá var skipið breið-
ara en Eyrarsund. Og nú sat það fast
milli Sjálands og Skánar, alveg eins og
grís, sem fest hefur hausinn milli tveggja
planka og getur ekki losað sig aftur.
— Æ, sögðu strákarnir.
— Þarna stóð nú „Refanút“. Og við
hnykkinn, þegar skipið strandaði, liafði
skipstjórinn og hásetarnir dottið á nef-
ið, svo að ekki varð meira úr húrrahróp-
unum. f stað þess byrjuðu allir að stjaka
skipinu til að fá það á flot. Vindurinn
og bylgjurnar ýttu á það, en þó sat það
jafn fast milli Sjálands og Skánar. Og
þegar skipstjórinn og hásetarnir höfðu
unnið árangurslaust í þrjá daga og þrjár
nætur, ákváðu þeir að fara á land og
hugsa málið. En þegar þeir voru komn-
ir í land, ákváðu þeir að fara ekki út í
skipið aftur.
í sex vikur var „Refanút“ þarna r
þessari rottugildru, og bæði Svíar og
Danir reru út að þessu undraskipi til
að skoða það. En þegar þessar sex vik-
ur voru liðnar, fóru að koma kærur
til danska konungsins. — Herra kon-
ungur. Gerðu ráðstafanir til að koma
burtu þessa stóra skipi. Það stöðvar alla
umferð urn Eyrarsund, svo að skipm
komast hvorki fram né aftur. í Kattegat
bíða sex hundruð skip og í Eystrasalti
bíða sjö hundruð skip. í Svíþjóð, Finn-
landi, Rússlandi og Norður-Þýzkalandi
vantar salt og kaffi, en þegar fólkið fær
ekki salt og kaffi, gerir það uppreisn,
svo að bráðlega má búast við blóðugn
styrjöld.
Kóngurinn svaraði: — Verið þolin-
móðir, vindurinn og sjórinn munu bráð-
lega liða skipið í sundur. En hann vissi
ekki, að vindurinn og sjórinn gálu ekki
gert skipinu neitt, vegna ummæla tröll-
karlsins. Nú komu kvartanir alls stað-
ar frá: — Herra konungur. „Refanut
stöðvar útrennslið úr Eystrasaltinu. Það
falla í það margar stórar ár, og þega1
vatnið kemst ekki burt, koma flóðbylgj"
ur yfir landið. — En kóngurinn vildi
enn bíða.
Danakóngur tók mikið í nefið, og einn
112 VORIÐ