Vorið - 01.09.1964, Side 44
INNANLANDSFLUG
Hér birtisl- ritgerð sú, sem hlaut I.
verðlaun í ritgerðarsamkeppni „Vors-
ins" um innanlandsflug Flugfclags
Islands og gildi þess fyrir landsmcnn.
Höfundur ritgerðarinnar er Ingibjörg
Angantýsdóttir, Sólgarði, Saurbæjar-
hreppi, Eyjafirði. Vcrðlaunin eru
þriggja daga ferð til Skotlands. —
„Vorið" óskar Ingibjörgu til ham-
ingju með sigurinn.
Eg er fáfróð í öllu, sem varðar flug,
enda hef ég aldrei komiS upp í flugvél.
Pabbi hefur sagt mér, aS Flugfélag
Islands sé stofnaS á Akureyri áriS 1937.
Hann var þá unglingur í Villingadal
og skemmti sér oft viS aS horfa á litlu
flugvélarnar þess, þegar þær flugu um
dalinn, en flugleiSin til Reykjavíkur lá
þar um frá MelgerSismelum. Á MelgerS-
ismelum var fyrsta heimahöfn flugvél-
anna, og mér finnst gaman, aS hún
skyldi vera hérna í hreppnum.
Mig minnir, aS pabbi hafi sagt mér,
aS fyrsta flugvélin hafi veriS meS ein-
um hreyfli og tekiS 4 farþega, síSan
hafi félagiS keypt aSra samsorta vél og
þar næst eina, sem tók 7 farþega og var
meS tveimur hreyflum. Þessar flugvél-
ar voru allar eldrauSar. ÞaS var víst
skylda á stríSsárunum aS hafa allar hlut-
lausar vélar rauSar á litinn.
Þótt þaS væru nokkrir Akureyringar>
sem stofnuSu Flugfélag íslands, bættust
fljótt fleiri menn í félagiS og flestir fra
Reykjavík. ÞaS leiS líka ekki á löngu>
aS aSalstöSvar félagsins voru fluttar til
Reykjavíkur og þar eru líka skýlin yf'
ir flugvélarnar núna, og engin flugvél
sézt lengur á MelgerSisflugvelIi, og Pu
sjást sjaldan flugvélar hér á ferS. Mér
finnst þaS leiSinlegt. Ég hef svo ga®1'
an af aS horfa á þær.
ÞaS má nú hugsa sér hvaS þaS hafa
veriS mikil viSbrigSi fyrir NorSlend-
inga, aS þurfa ekki aS fara bráSnauS-
synlega ferS til Reykjavíkur í seinfær-
um bílum, heldur geta brugSiS sér upp
í flugvél og vera komnir sama dag til
baka aftur.
Innanlandsflug er mikilsvert fyrir
landsmenn eins og sanna má meS fjM"
mörgum dæmum. Vegna flugsins berst
póstur meS miklum liraSa um landiS>
og viS hérna í sveitinni fáum Reykja-
víkurblöSin venjulega sama dag og þaU
eru gefin út. Vikan hefur meira aS segja
slundum komiS daginn áSur en hún var
gefin út.
Þegar vélar bænda bila hérna í sveit-
inni, fá menn oft varastykkin í þær dag'
inn eftir meS flugvél frá Reykjavík-
ÞaS kemur sér reglulega vel, sérstaklega
um sláttinn. Og auSvitaS fá svo mikJu
fleiri menn varahluti senda meS RUS'
vélum en bændurnir hér í sveitinm-
138 VORIÐ