Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 26

Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 26
hina tólf nemendur sína, og þeir urðu smárn saman góðir vinir hennar. Og smám saman skipti sér enginn af stráka- pörum ólátabelgjanna. — Og á morgun var lokið fyrsta skólaárinu hennar. Sólveig Vang varð hlýtt um hjartað við þessa hugsun. — Þetta hafði verið erfitt skólaár. Þó er hún þakklát, því að hún hefur margt lært. Og rnest hefur hún lært af þeim Eilífi og Arngrími. Og hér eftir er henni sama, hvernig þeir láta, hún óttast þá ekki lengur. — Það verður undarlegt að byrja aftur næsta haust, og sjá þá ekki með í hópnum, þá Eilíf og Arngrím, segir hún hlýlega. — Ég mun sannarlega sakna ykkar. Þessi orð koma fram á varir hennar af sjálfu sér og augu hennar fyllast af tárum, þegar hún hugsar um framtíð þessara drengja. Hún óttast um vel- gengni þeirra, ef þeir haga sér framvegis eins og í skólanum. En ef til vill hefur hún ekki reynzt þeim eins vel og hún átti að gera. — Og á morgun er síðasti dagurinn, endurtekur hún aftur, — og við verð- um að skreyta skólastofuna, svo að dag- urinn geti orðið ánægjulegur — minn- ing, sem ekki gleymist. Við þurfum að láta greinar og fána á veggina, blóm á kennaraborðið og í gluggana og skemmti legar teikningar þurfum við að fá á töfluna. — Ég vonast eftir að einhver ykkar vilji vera hér eftir og hjálpa mér við að skreyta. Tólf börn réttu upp hendurnar og eru fús til starfa. Aðeins Arngrímur og Ei- lífur sitja hreyfingarlausir, en nú eru þeir báðir stilltir og rólegir. Þeir höfðu hugsað sér þennan síðasta dag fyrir prófið dálítið öðruvísi. Þá höfðu þeir ætlað að æpa og hljóða, veifa til kennslukonunnar og ærslast, því að nu var þrældómnum lokið, og þeir voru frjálsir. — Allan veturinn höfðu þeir orðið að þola það, að sitja hér með fá- kunnandi smábörnum og blusta u kennslukonu frá kennarastólnum. Það var gremjulegt að heyra, að í hvert sinn og þeir mættu stærri félögum sínum, fengu þeir að heyra eitthvað svipað þessu: Hvernig gengur það með „kerl- inguna“ ykkar? Kunnið þið bráðum stafrófið? Og svo hlógu þeir á eftir- Þeir gátu hvergi komið, án þess að heyra þessar glósur og hlátur, sem fylgdi þeim. En þegar þeir standa á fælur í dag, er allt þetta gleymt, og áður en þeir opna dyrnar hneigja þeir sig fyrir kennslukonunni eins og á að gera. En ÚLi í skólagarðinum nema þeir staðar. Þeir gátu farið heim eða farið hvert sem þeir vildu — og haga sér eft- ir eigin geðþótta. Nú var þeim frjálst að fara frá hinum nemendunum, og láta kennslukonuna eiga sig með smábörnin. Hún sagðist mundi sakna þeirra. Arngrímur lílur til Eilífs og er að hugsa um, hvort þeir muni ekki báðn' vera að hugleiða þessi orð kennslukon- unnar. Hann getur ekki gleymt þessum orðum — og ekki kennslukonunni held- ur. Aldrei varð hún reið, hugsaði liann — og svo er bún lagleg. En það hefur hann aldrei séð fyrr en hún mælti þessi orð til lians og Eilífs, og hann varð að þerra augun með vasaklútnum. — Eg er að hugsa um, hvernig verð- 120 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.