Vorið - 01.09.1964, Síða 8
ar, þegar hann fer að bera fram af borS-
inu með henni.
Katla leggur fingur á munninn til
merkis um, að hann skuli ekki hafa hátt
um þetta. Svo segir hún honum alla sög-
una, á meðan þau hjálpast að við upp-
þvottinn.
— Þetta kalla ég heldur betur fréttir,
segir Einar og blístrar lagstúf, áður en
hann segir meira.
Katla horfir á hann með eftirvænt-
ingu. Vonandi snýst hann ekki á móti
henni.
— Ég er hræddur um, að mamma þín
verði ekki upplyft yfir þessu, segir Ein-
ar eftir dálitla þögn. — Henni finnst
áreiðanlega erfitt að vera ein á daginn
með Gísla litla, þó að við hjálpum
henni á kvöldin eftir beztu getu.
— Þú ætlar þá að standa með mér í
þessu máli? segir Katla og brosir til
Einars.
— Datt þér í hug, að ég mundi bregð-
ast þér? segir Einar hlæjandi. — Ég er
að velta því fyrir mér, hvort það væri
ekki ráðlegt fyrir þig að tala við pabba
gamla. Hann á það til að vera skilnings-
góður og hjálpsamur, ekki sízt þegar
þú átt í hlut.
— Æ, ég veit ekki, hvort ég kem
mér að því, segir Katla. — Þetta verður
sjálfsagt þungur róður, en mig langar
svo mikið til þess að fara.
— Það get ég vel skilið, segir Einar,
— og við skulum vona, að þér takist að
fá leyfið.
Katla lítur þakkaraugum til Einars.
Hann er oft búinn að vera henni innan
handar, síðan hún kom á þetta heimili.
Nú kemur Ingunn fram, og Katla sér,
að hún hefur haft fataskipti.
— Við erum að hugsa um að skrepp3
út, ef þið verðið heima, annað hvort eða
bæði, segir hún.
— Ég skal vera heima, flýtir Katla
sér að segja.
Einar lítur á Kötlu, eins og hann bu-
ist við, að hún grípi nú tækifærið og
tali við mömmu sína. En þetta er ekki
auðvelt. Katla tímir ekki að ergja
mömmu sína, þegar hún er í góðu skapn
og ekki þýðir að biðja hana, þegar hún
er í slæmu skapi.
— Þú misstir kjarkinn, segir Einar,
þegar Ingunn er farin út.
— Ég er ekki búin að koma mér nið-
ur á, hvernig er heppilegast að byrja>
segir Katla.
— Þú ættir samt að ljúka þessu af
í kvöld ,svo að þú verðir ekki andvaka
af áhyggjum í nótt, segir Einar bros-
andi.
Svala kemur nokkru eftir að Ingunn
og Ásbjörn eru farin út.
— Katla, Katla, hrópar hún hástöf-
um. — Þetta er allt klappað og klárt.
Ég er húin að tala bæði við pabba og
mömmu, og þau segja, að það sé sjálf'
sagt að ég fái að fara. Er það ekki dá-
samlegt? Eg er undir eins farin að hugsa
um, hvaða föt ég þarf að hafa með mér-
En, hvað er þetta, Katla? Þú ert svo
þungbúin á svipinn. Mamma þín liefur
þó ekki neitað þér um að fara?
— Ég er ekki farin að minnast á það)
segir Katla.
— Nei, nú er ég aldeilis dolfallin>
segir Svala. — Hvar er mamma þú* ?
102 VORIÐ