Vorið - 01.09.1964, Side 33
á rúminu. Ofan á hana skuluð þið
láta tuttugu stangdýnur og ofan á
þær aðrar tuttugu æðardúnssængur.
Þegar stúlkan vaknar á morgun fáum
við að heyra, hvort hún hefur fundið
til baunarinnar. Ef hún hefur ekki
fundið til hennar, er hún ekki sönn
prinsessa. Skilurðu mig, María?
^tARÍA (hneigir sig): Já, göfuga
drottning.
(Fer). Tjaldið.
4. þáttur.
(Sama leiksvið).
Kóngurinn, drottningin, prinsinn og
hirðfólkið er i hallarsalnum. Prinsess-
an kemur inn. Hún er falleg í nýjum
kjól, en gengur ofurlítið álút og heldur
bakið).
^RlNSESSAN (hneigir sig): Góðan
<iag, heiðraði kóngur og drottning.
Ég þakka fyrir, að þið hafið veitt
rnér húsaskjól í nótt.
ÖROTTNINGIN: Góðan dag. Ég vona,
að þú liaíir sofið vel í nótt?
PRlNSESSAN: f sannleika sagt hefur
mér varla komið blundur á auga. Þó
að hirðmeyjarnar byggju vel um mig,
hef ég legið og velt mér í alla nótt.
^ér fannst ég liggja á einhverju
I'örðu. Ég skil ekkert í þessu.
ÖROTTNINGIN ( rís á fætur): En það
skil ég. Til að reyna þig og vita hvort
þú værir sönn prinsessa, hað ég hirð-
Itleyjarnar að leggja haun á hotninn
a rúminu. Fyrst þú varzt hennar vör,
nefur þú sannað, að þú sagðir satt í
gær.
RRinsinn (rís á fætur): Kæra prin-
sessa, enginn er ánægðari en ég yfir
þessu. Frá því ég sá þig í gærkvöldi,
hef ég hugsað um, að þú mundir vera
sú prinsessa, sem mig hefur dreymt
um að fá fyrir konu. Og nú spyr ég
þig,. ísold, villu verða drottningin
mín?
PRINSESSAN (brosir og hneigir sig):
Já, göfugi prins. Það er mér ljúft.
KÓNGURINN og DROTTNINGIN
(rísa á fælur og taka prinsinn og
prinsessuna milli sín): Til hamingju,
kæru börn.
KÓNGURINN: Ég er viss um, að prins-
inn okkar hefur valið vel. Prinsessa
ísold lítur út fyrir að vera góð, og
falleg er hún.
DROTTNINGIN: Já, nú getum við ör-
ugg lagt ríkið í hendur þeirra sonar
okkar og ísoldar.
HIRÐFÓLKIÐ (hrópar): Til hamingju,
hjartanlega til hamingju.
Tjaldið. (E. Sig. þýddi).
VORIÐ \21