Vorið - 01.09.1964, Síða 39

Vorið - 01.09.1964, Síða 39
síðustu ár, litla stúlkan mín. Þegar Guð' kallar á þig, er ég viss um, aS hann læt- Ur þig koma beina leið upp til sín.“ Laugardaginn 6. maí sagSi Janis við fiíóður sína, að hana langaði til að gera erfðaskrá. „Það er venja, áður en fólk deyr, er það ekki mamma?“ „Jú,“ svaraði frú Babson þögul. Legar Janis sá, hve örvæntingarfull móðir hennar var, sagði hún: „Ó, nei, mamma, þú mátt ekki vera svona hrygg, °g heldur ekki pabbi. Það er það versta, sem þið gætuð gert mér. Þið hafið þó Charmaine og litlu systkinin fjögur eft- lr, þó að ég fari, og ég mun vera hjá ykkur í hvert skipti, sem þið þarfnist mm, því lofa ég.“ Síðan hóf hún að undirbúa þessa síð- ustu ferð: „ —--------Charmaine fær nýja hjólið mitt, og Roddy má fá lita- stokkinn.“ Þetta getur ekki verið satt, hugsaði ^fda Babson. Það er alveg útilokað. Mig klýtur að vera að dreyma, og ef ég að- eins kem hugsunum mínum á rétta braut aftur, vakna ég af þessum vonda draumi. Þrátt fyrir þetta hélt hún róleg áfram Vl^ að skrifa í vasabókina sína, það sem Janis las henni fyrir: „Einhver lítil stúlka, sem er veik, getur fengið spenni- keltið mitt og Freda verður að vita, hvar |eiðið mitt verður, svo að hún geti geng- þangað, þegar hana langar til. Gefðu Pabba bænabókina mína og sparibauk- lnn, 0g þú mátt fá baðsaltið mitt. Svo kemur það þýðingarmesta, mamma. Lofið mér því, að gleynia ekki augna- kankanum.“ (Niðurlag næst). SAGA FYRIR RITHÖFUNDA Rithöfumlurinn J. S. Powers segir fra því, að dag einn hafi dóttir hans, fjögurra ára að aldri, komið til hans með risshefti, þar sem nokkrar blað- síð'iir voru útkrotaðar með alls konar krassi, sem áttu að vera bókstafir. Hún sagði, að þetta væri saga, sem hún hefði sjálf samið hg var hreykin yfir. Powers tók við heftinu og lét sem hann skildi bæði orð og setningar og svo fór hann að lesa: „Það var einu sinni fyrir mtirgum, mörgum árum,“ og áður en hann vissi af var hann farinn að lesa 6kemmtilegt ævintýr um björn og dreka sem mættust á mjórri brú og svo fóru þeir að rífast um, hvor þeirra ætti að víkja fyrir hinum. Þetta gekk lengi vel ágætlega að halda söguþræðinum, en svo fór hann að hugsa um, hvernig sögttnni ætti að ljúka. „Björninn glennti svo upp stóra rauða ginið og drekinn opnaði stóra rauða ginið.“ Þegar hér var komið var hann kominn neðst á sfðustu blaðsíð- una, sem eitthvað var krotað á og þegar liann fletti við, sá hann að næsta blað- síða var auð. „Nú stendur ekki meira hér,“ sagði hann. Litla stúlkan, sem hafði hlustað á ævintýrið með brennandi áhuga, þreif af honum licftið og hljóp með það inn í herbergi sitt. „Hvað ertu nú að fara?“ spurði fað- ir liennar. „Ég ætla að fara inn og Ijúka við söguna," sagði hún. VORIÐ 133

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.