Vorið - 01.09.1964, Side 46
EINN DAGUR Á AKUREYRI
Valgerður
Jónsdóttir.
Ég var svo heppin aS vinna önnur
verðlaun fyrir ritgerð um efnið „Inn-
anlandsflug Flugfélags íslands og gildi
þess fyrir Iandsmenn.“
Flugfélag íslands gaf verðlaunin, en
þau voru flugferð frá Reykjavík til Ak-
ureyrar. Ég lagði af stað að heiman
frá mér á mánudaginn 20. júlí og fór
þá til frændfólks míns í Reykjavík og
gisti hjá því um nóttina. Kl. 8,30 dag-
inn eftir lagði ég af stað til flugvallar-
ins og var komin þangað kl. 8,45, en
flugvélin átti ekki að fara fyrr en kl.
9, svo að ég settist bara niður og beið.
Nokkrum mínútum seinna heyrðist
rödd í hátalara: „Farþegar til Akureyr-
ar, gjörið svo vel að ganga um borð í
flugvélina. Góða ferð.“ Ég stóð upp,
kvaddi frænda minn, sem hafði fylgt
mér á flugvöllinn og fylgdist síðan með
hinum farþegunum upp í flugvélina, sem
var fjögra hreyfla, norsk leiguflugvél
F. f.
Ég fékk mér sæti út við glugga og
spennti beltið og fór síðan að líta út.
Flugfreyjan lokaði dyrunum og að-
gætti síðan, hvort allt væri í lagi, en
flugmaðurinn ræsti hreyflana, hvern 3
fætur öðrum og svo brunaði flugvél-
in af stað eftir vellinum og síðan upp
í loftið.
Skömmu seinna kom flugfreyjan og
sagði okkur, að flugvélin væri í 8000
feta hæð og að hún muni lenda á Akur-
eyri kl. 10.15. Það var skýjað og ekk-
ert sást út íyrr en þegar við vorum rétt
komin til Eyjafjarðar. Þá rofaði skyndí-
lega til og Eyjafjörðurinn birtizt í alh'i
sinni dýrð.
Flugvélin flaug einn hring yfir Akur-
eyri og renndi sér síðan niður að flug"
vellinum. Landganginum var rennt að,
og ég gekk út í góða veðrið, því að það
var gott veður á Akureyri, glampand’
sólskin, þó að það væri rigning sunU"
anlands.
A tröppunum á flugafgreiðslunni stoo
hópur af fólki og beið eftir farþegunum-
Ég leit rannsakandi á hópinn, því flð
Eiríkur Sigurðsson, annar ritstj o«
„Vorsins“, ætlaði að taka á móti mer
á Akureyri. Fremst í hópnum stóð hai
maður og dökkhærður, sem kom á jnob
mér, þegar hann sá mig. „Heitir þu
Valgerður Jónsdóttir?“ spurði hann-
HO VORIÐ