Vorið - 01.09.1964, Síða 9
Við skulum gera sameiginlegt áhlaup á
stundinni.
— Mamma er ekki heima í kvöld,
Segir Katla.
— Ég skil ekki, hvernig þú gazt þag-
að yfir þessu, segir Svala. — Ég réðist
a<f niömmu undir eins og hún kom inn
Ur dyrunum, og svo hringdi ég til pahba
°g hann sagði, að það væri einsætt að
n°ta þetta tækifæri til þess að æfa okk-
Ur í enskunni.
— Nú er eftir að vita, hvernig
ftamma tekur í þetta, segir Katla, þeg-
ar Svala tekur sér málhvíld.
Ég trúi því ekki, að hún vilji
*'afa þetta af þér, þó að Elín sé milli-
S°ngumaðurinn, segir Svala. — Við
Þurfum a§ fara ag fesa ensku og æfa
°kkur í að tala, svo að við getum haft
sem mest gagn af ferðinni.
Fyrst er nú að fá leyfið, segir
Éatla með vonleysishreim í röddinni.
Góða, vertu ekki svona svartsýn,
segir Svala, og Einar tekur í sama streng-
Uln- Hann segist ætla að skreppa til
^ju frænku og vita, hvort hún vilji
ekki vera hjálpleg, eins og fyrri daginn.
Svala er leið yfir að hún hafði lofað
a® vera ekki lengi, svo að hún getur ekki
keðið eftir að fólkið komi heim. Katla
Verður svo ein eftir, og hún fer að spila
Ser til afþreyingar. Gísli litli er aldrei
Vanur að vakna á kvöldin, svo að óþarfi
er að sitja yfir honum.
Élukkan er farin að ganga tólf, þeg-
ar Ingunn og Ásbjörn koma heim, og
Émla heyrir, að það eru önnur hjón
|lle® þeim, kunningjar Ásbjarnar, og
hau eru í háa samræðum um eitthvert
ferðalag, sem þau virðast vera sammæld
í.
— Þetta getur þá ekki orðið fyrr en
upp úr miðjum ágúst, segir Ásbjörn um
leið og þau fara inn í stofuna.
Kötlu hnykkir við. Sjálfsagt ætlast
þau til, að hún sjái um Gísla, á meðan
þau eru í ferðalaginu, og nú getur hún
ekki talað við mömmu sína í kvöld, fyrst
gestir eru.
Ingunn kemur fram til Kötlu og þakk-
ar henni fyrir hjálpina og biður hana
blessaða að fara að drífa sig í rúmið.
Svo býður hún góða nótt og er þotin
út aftur, áður en Katla getur opnað
munninn til þess að segja nokkuð.
Þá er ekki urn annað að gera en
geyma til morguns, það, sem ekki var
hægt að gera í dag. Katla spilar eitt lag
enn sér til hugarhægðar, áður en hún
fer að hátta.
— Hvernig er sjöunda boSorðið?
spurði presturinn fermingarbarnið.
— Presturinn má ekki stela.
—- Nei, þannig er það nú ekki.
— Nei, ckki alveg þannig, en ég
má ekki segja þú við prestinn.
X
— Ileldurðu að sauðkindin sé
beimskust af búsdýrunum okkar?
— Já, lambið mitt.
X
— Geturðu sagt mér, hvað brot eru?
spurði kennarinn.
— Það er þegar kemur strik í reikn-
inginn, svaraði drengurinn.
VORIÐ 103