Vorið - 01.09.1964, Síða 10

Vorið - 01.09.1964, Síða 10
REIKNINGSDÆMI OG HITASÓT7 EFTIR KNUT MURER Hans geispaði og leit á armbandsúr- ið. Hálf sex, og samt fannst honum hann vera glaðvaknaður. Hann var búinn að liggja vakandi í hálfa klukkustund og hlusta á fuglasönginn fyrir utan. Glugg- inn var opinn, svo að söngurinn heyrðist vel, enda sungu fuglarnir bæði hátt og mikið. Hans fannst hann alis ekki geta sofnað aftur, úr því að hann var einu sinni vaknaður. Það voru enn þá nokkrar klukkustund- ir, þangað til hann þurfti að fara á fæt- ur, og nú datt honum allt í einu í hug, að það væri tilvalið að nota tímann til að ljúka við lexíurnar, sem hann hafði ekki tíma til að fara yfir í gær. Það fór hrollur um hann við tilhugsunina. Sam- vizkan var ekki vön að naga hann, fyrr en það var um seinan, en í þetta sinn ætti hann að geta lært eitthvað af því, sem hann vanrækti. Hann geispaði nokkrum sinnum, teygði síðan bæði úr höndum og fótum. Hann var ekki í sem beztu skapi til þess að sökkva sér niður í sögu eða náttúru- fræði, en það var samt betra en liggja og gera ekki neitt. Hann smeygði sér í inniskóna, fór úr náttfötunum og klæddi sig í fötin. Þvott- urinn gat beðið. Það var ekki vert að eiga á hættu að vekja mömmu og pabba. Þau mundu áreiðanlega fara að hlusta eftir, hvað hann væri að gaufast á þess- um tíma sólarhringsins. Sagan og náttúrufræðin lágu opnar á borðinu síðan í gær. Hann var þá rett búinn að opna þær, þegar honum varð litið út um gluggann og sá hvar einn bekkj arbróðir hans var að leika sér að fótbolta. Þar með var auðvitað allm áhugi fyrir vígtönnum gaupunnar horf- inn út í veður og vind, ég tala nú ekki um þrjátíu-ára-stríðið og Tilly hershöfð- ingja. Honum til mikillar undrunar hafði faðir hans ekkert spurt hann, hvort hann væri búinn að lesa lexíurnar, þegar þeir settust við kvöldverðarborðið. Hann var þó vanur að grennslast eftir því. Og síð- ar um kvöldið minntist enginn á slíkt, því að Pétur frændi kom í heimsókn, og þegar hann er nálægur, eru allir upp' teknir af því að hlusta á allar skemniti- legu sögurnar hans. Að sjálfsögðu hefði hann getað gefið sér tíma til að lesa, þegar hann fór upp til að hátta, en þá fannst honum hann vera svo þreyttur, að hann kaus að geyma það til morgundagsins. Og nU sat hann uppi, eldsnemma morguns, og reyndi að koma því inn í höfuðið á sei> að þrjátíu-ára-stríðið byrjaði árið 104 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.