Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 22

Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 22
músina,“ hvíslaði ég að guði. „Þú veizt vel, aí ég hef lært helmingi fleiri bæn- ir og vers heldur en ég átti aS læra. Mér þykir að vísu vænt um pabba, en þú veizt, að ég á músina.“ Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hafði gefið guði skipun, og ég var ekki alveg viss um að það væri rétt af mér. Eg reyndi að draga athygli föður míns frá músaholunni og spurði nú: „Yeiztu hvað ég lærði í skólanum í dag?“ An þess að líta upp, svaraði faðii minn: „Sjálfsagt mjög lítið og líklega ekkert af því, sem þú áttir að læra.“ Ég braut nú heilann um eitthvert ann- að umtalsefni, en allt í einu spratt faðir minn á fætur og hélt um nefið á sér. „0, bannsett kvikindið." Músin hafði þá klórað í nefið á pabba, og nú gat ég ekki stillt mig um að hlæja. „Ég er hræddur um að þú mundir líka verða reiður, ef einhver færi að stinga nefinu inn í þitt heimili,“ sagði ég. Pabhi neri á sér nefið og settist aftur á rúmstokkinn minn dálítið vandræða- legur. Svo fór hann að skerpa skaulana mína, en ég andaði léttara og hélt að nú hefði faðir minn gleymt músinni. Og það getur vel verið að hann hefði gert það, en músin hafði ekki gleymt pabha. Pabbi hafði naumast komið sér fyr- ir á rúmstokknum, þegar músin gægðist aftur út úr holunni sinni, og ekki nóg með það, hún kom labbandi á afturfót- unum í áttina til pahba og horfði á hann stórum og sakleysislegum augum, eins og hún vildi segja: „Veiztu það, að það var alls ekki ætlun mín að meiða þig í nefinu. Það var hreinasta óhapp, en drengurinn þinn og ég erum góðir vin- ir. Það er þó ekki auðvelt að eignast góðan vin hér í heimi. Það er nógu erf- itt fyrir lítinn dreng, en fyrir mús er það nálega ómögulegt. Getum við nu ekki rahhað um þetta í bróðemi, eins og kunningjar?“ En pahbi, sem kunni skil á öllu milh himins og jarðar, skildi ekki músina- Hann sá ekkert nema villt dýr og tók að elta hana, en músin hafði vit fyrir sér og flýtti sér inn í liolu sína. Næsta dag stóð músagildra með ost1 í framan við holuna. Ég tók ostinn burt- Eg gat ekki annað. Þegar pabbi kom næsta morgunn og sá hvorki ostinn né músina, sagði hann með áherzlu: „Þetta var einkennilegt- Hún étur ostinn, en gildran fellur samt ekki á hana.“ Ég horfði upp til himins og reyndi að líkjast englunum, sem við sáum inyn^' ir af í sunnudagaskólanum. „Ja, þetta getur nú vel átt sér stað, sagði ég, „þegar um hyggna mús er að ræða.“ Pabbi horfði fast á mig. „Slíkt getui ekki átt sér stað,“ sagði hann ákveðinn- „En hitt getur vel átt sér stað, að b'tiH og heimskur drengur hafi tekið ostinn úr gildrunni.“ n „Hvaða drengur ætti ]iað að vera. spurði ég. „Þú getur séð hann í speglinum, sagði pabbi. Svo harðbannaði hann mér að snerta við ostinum. Það var skijmn og henm varð ég að hlýða. Enn bað ég fyrir músinni: „Góði guS, 1 16 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.