Vorið - 01.09.1964, Side 24

Vorið - 01.09.1964, Side 24
Ég hélt niðri í mér andanum og sendi enn stutta bœn til himins. Mamma átti annríkt við eldhússtörfin og sagði ekkert. Litlu síðar heyrðist enn þrusk, en í þetta skipti var það miklu nær en áður. „Skyldi músin í raun og veru rata niður stigann?" spurði pabbi undrandi. Ég svaraði engu og smurði brauð- sneiðina mína í ákafa. Litlu síðar fann ég að eitthvað mjúkt snerti fót minn. Eg leit niður. Þarna stóð músin og studdist við fót minn. Hún átti auð- sjáanlega erfitt með að standa á fótun- um. Þegar faðir minn sá músina, stóð hann skyndilega upp. Ég veit ekki, hvað hann hafði í huga. Kannski ætlaði hann að vernda mömmu fyrir músinni? En þetta skipti nú ekki lengur máli. Eftir örstutta stmid valt músin um koll og var dauð. En hún gat þó sagt dálítið við mig með augunum áður. Faðir minn hljóp upp stigann, en kom að vörmu spori aftur og sagði: „Ég hef nú aldrei vitað annað eins. Osturinn er horfinn og gildran hefur fallið niður, en um leið hefur hún lent á kjálka mús- arinnar og brotið hann. Hafið þið nú heyrt annað eins: Mús hefur dáið af kjálkabroti.“ En þetta hafði engin áhrif á mig. Ég vissi það áður, að þetta var vitur og hugrökk mús. En mér leið alls ekki vel. Það var eins og músin segði við mig með augunum: „Eg var vinur þinn, og þó hefur þú drepið mig, en það er einkennilegt, að ég er samt alltaf vinur þinn. Sjáðu, ég er komin hingað til að deyja við fætur þína og til þess að fyrirgefa þér. Það er enginn vandi að elska þá, sem eru okkur góðir, en það er afskaplega erf- itt, en þó nauðsynlegt, að elska þá, sem svíkja okkur.“ Kannski var það ekki þetta, sem mus- in sagði? Kannski var þetta aðeins rödd hjarta míns, sem var að tala. „Pabbi," sagði ég lágt. „Er til ein- hver músahiminn ? “ „Já, auðvitað,“ sagði pabbi dapur a svip. „Það er til himinn handa okkur öllum.“ Mamma hafði setið náföl án þess að mæla orð á meðan á þessum harmleik stóð. Nú sagði hún lágt: „Við verðum að fá okkur kött, svo að ábyrgðin af slíku, sem hér hefur gerzt, lendi ekki á okkur.“ //. J. M. þýddi. HVE MARGAR TRÖPPUR? I eldsvoffa einum fyrir skömmu stóð slökkviliðsmaffur í miffþrepinu á bruna- stiganum og beindi vatnsbununni inn í logandi báliff. Þegar nokkuff sló a eldinn og reykinn, hækkaffi hann sig í stiganum um þrjú þrep og hélt starfi sínu áfram þaffan. En allt í einu magn- aðist eldurinn á ný og hann neyddist til aff færa sig niffur um fimm þrep. — Skömmu síffar færffi hann sig upp um sjö þrep og þar stóff hann þangað til eldurinn var slökktur. Þá klifraffi liann upp síðustu sex þrepin og skreiff inn í bygginguna. Hve mörg þrep voru í stiganum? RáSning er á bls. 141. 118 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.