Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 35
leiða, og þá kallaðí hún stundum:
nMamma, getur þú ekki látið verkin
kíða og komið þess í stað inn til mín?“
Eftirlætissagan hennar var um það,
hvernig foreldrar hennar höfðu hitzt
°g síðan gengið í hjónaband. Hún
þreyttist aldrei á að hlusta á móður sína
segja frá því aftur og aftur.
Þegar skólinn var búinn á daginn,
komu vinkonur hennar í heimsókn, og
þótt merkilegt megi virðast, þá tók Jan-
ls alltaf að gleyma veikindum sínum og
þi'eytu og vera glettin og skemmtileg.
kfvað eftir annað heyrðust hlátrasköll-
111 innan úr stofunni, og dag nokkurn
heyrði móðir Janis eina stúlkuna stynja:
’^Nei, Janis, nú verður þú að hætta, ann-
ars dey ég úr hlátri.“
Fyrrverandi keppinautur liennar úr
skólanum, Elisabet Hayes, kom með
keimadæmin sín, og þær brutu heilann
*engi um þau, en þegar hún var farin,
Sagði Janis: „Mamma, nú eru þau far-
ln að læra brotareikning. Ég mun
aldrei ná þeim.“
Sársaukinn jókst stöðugt. Það gerð-
*st næstum daglega, og þó að Janis
kserði sig ekki um að liafa orð á því,
þá sást það á sársaukafullum dráttum
1 andliti hennar í hvert skipli, sem þraut-
lrnar sögðu til sín. A næturnar heyrð-
ast stundum há hróp um allt liúsið.
Það varð að bera hana út í bílinn,
þegar hún þurfti að fara lil sjúkrahúss-
lns- Til þess að hlífa henni eins og
^ógulegt var, kom hjúkrunarkona fram
1 kiðstofuna og lók allra nauðsynlegustu
klóðprufurnar. En þrátt fyrir það, var
þ^tta bæði kvöl og pína fyrir hana, því
í hvert skipti, sem tekið var blóð,
þurfti að gera það á tíu stöðum, svo
að fælur hennar og handleggir voru þeg-
ar alsettir sárum og örum.
„Sparið lyfin,“ hafði dr. Englisli sagt
við frú Babson, þegar þau ræddu síðast
um þau deyfandi lyf, sem Janis fékk.
„Annars er ekkert til, sem getur hjálpað
henni þennan síðasta tíma.“ Þrátt fyrir
þessi fyrirmæli, gekk ört á lyfjabirgð-
irnar.
Strax í marz þurfli hún að fara aftur
á sjúkrahúsið, og þá hlaut hún með-
ferð, sem byggðist á geislun. Dr. Engl-
ish vonaði, að það mundi veikja vöxt
þessarra afbrigðulegu frumna.
Svo kom að því, að Janis átti erfilt
með að ganga. Þá var útbúið handa
henni spennibelti til stuðning. Þrátt fyr-
ir þetta kvartaði hún aldrei og talaði
sjaldan um, að henni þætti þetta miður.
En kvöld nokkurt, þegar foreldrar henn-
ar kornu til að heimsækja hana, hafði
hún sofnað með dagbókina ofan á sæng-
inni. Hún var opin, þar sem hún hafði
verið að skrifa í hana. „Ég get ekki
annað en grátið svolílið i kvöld, því að
ég þrái mömmu og pabba svo mikið
og mig langar svo mikið til þess að kom-
ast heim. Mér finnst ég muni aldrei geta
reiðzt eða verið gröm við þau, ekki á
meðan ég lifi, því að ég elska þau svo
heitt, svo heitt.“
Babson lagði bókina frá sér og lædd-
ist út úr herberginu. Hann hringdi strax
í dr. English.-------Ef hann færi með
Janis til sjúkrahússins, þegar það væri
nauðsynlegt, og ef móðir hennar færi
eftir fyrirmælum læknisins í einu og
öllu, gætu þau þá ekki fengið leyfi til
að flytja litlu stúlkuna sína heim aftur?
VORIÐ 129