Vorið - 01.09.1964, Síða 47

Vorið - 01.09.1964, Síða 47
sagði ég. „Komdu sæl og vertu Velkomin til Akureyrar,“ sagði hann, heiti Eiríkur Sigurðsson.“ Við gengum út úr flugafgreiðslunni, en þar fyrir utan beið Hákon, sonur Liríks, með bílinn sinn. Hann ók okk- út um allan bæ, m. a. upp að útsýn- ls®kífunni, en þar er stytta af Helga 1Vlagra landnámsmanni Eyjafjarðar og k°nu hans. Þeir sýndu mér sundlaugina, sem er ^æði stór og glæsileg, og svo fórum við 1 Lystigarðinn. Þar eru afskaplega stór °g falleg tré og margar tegundir af fal- Lgum blómum, m. a. allar íslenzkar JUrtir. Einnig er þar minnismerki um ^°nuna, sem lengst annaðist um trén í garðinum. Lystigarður Akureyrar er án eLi nieð stærstu ogfallegustu blómagörð- 11111 landsins. Þegar ég var búin að sJá þetta allt, var komið hádegi, og við ðírum því heim til Eiríks og borðuðum þar hádegismat. Eftir matinn kl. 1 lögð- 11111 við af stað til þess að skoða Matthí- asarkirkjuna á Akureyri, en hún er Lngfallegasta kirkja, sem ég hef nokk- Urn Þina séð. Svo fórum við í Minja- safnið, en þar eru gamlir gripir til sýn- is, og margt fróðlegt að sjá. Við hlið- ina á Minjasafninu er Nonnahúsið og þangað fórum við næst. Þar inni er allt eins og þegar Nonni (Jón Sveins- son) átti heima í húsinu. í einu herberg- inu eru bækur, sem Nonni hefur skrif- að, þýddar á mörgum tungumálum. Sein- ast skoðuðum við Sigurhæðir, hús Matt- híasar Jochumssonar, en þar bjó hann í ein 17 ár. Þar eru myndir af Matthí- asi og konu hans, börnum þeirra og barnabörnum. Svo er þar þjóðsöngur- inn skrifaður af Matthíasi sjálfum. Þegar ég var búin að skoða þetta allt var kominn kaffitími, svo að við fórum í Hótel Varðborg og drukkum kaffi þar og fór ég síðan heim til Hannesar J. Magnússonar, hins ritstjóra „Vorsins“, og þar var ég þangað til flugvélin fór kl. 9,45 um kvöldið. A leiðinni suður var bezta útsýni næstum því alla leið, svo að ég gat horft í allar áttir. Yfir Reykjavík var lág- skýjað, svo að ekki sást neitt út fyrr en við vorum rétt að lenda. Hjól flug- vélarinnar snertu brautina og fiugvélin rann áfram svolítinn spöl og stanzaði svo. Landganginum var rennt að og ég steig út. Tveim dögum seirma var ég komin heim aftur. Að síðustu vil ég þakka Flugfélagi íslands fyrir flugferðina og Eiríki Sig- urðssyni og Hannesi J. Magnússyni og konum þeirra fyrir frábærar móttökur. Valgerður Jónsdótlir. lui-í. Ráðning á reikningsþraut á bls. 118 23 þrep. VORIÐ 141

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.