Vorið - 01.09.1964, Side 38
deildarhjúkrunarkonan kom inn. Char-
maine hélt óttaslegin niðri í sér andan-
um, en á einu augnabliki skildi hjúkrun-
arkonan, hvað hér var að gerast. Hún
gekk rólega að rúminu og gaf Janis
töflu.
„En hvað þú ert glöð í kvöld,“ sagði
hún glaðlega, um ieið og hún leit þang-
að, sem Charmaine sat, en þó eins og
hún sæi hana ekki. Síðan gekk hún
fram og lokaði á eftir sér.
Þær systur þögnuðu ekki allan tímann
óg fljótlega — allt of fljótt — var heim-
sóknartíminn liðinn. „Gleymdu mér
ekki,“ sagði Janis, þegar þau fóru, „og
láttu litlu systkinin heldur ekki gleyma
mér.“
A leiðinni heim sögðu þau Char-
maine, að Janis myndi brátt deyja. Þá
brutust öll tárin fram, sem hún hafði
haldið í skefjum um kvöldið. „Já, en
hvers vegna, HVERS VEGNA?“ snökti
hún.
Morguninn eftir fékk Janis líka að
vita allan sannleikann. Ungur læknir og
hjúkrunarkona, sem bæði voru ný í
starfinu, komu inn til hennar. „Hvað
gengur að þér, litla fiðrildi?“ spurði
læknirinn glaðlega. Áður en Janis gat
sagt nokkuð, hafði hjúkrunarkonan lit-
ið á skýrsluna og svarað: „Hún er með
hvítblæði."
Ungi læknirinn leit til hennar og gaf
henni aðvörunarmerki, en Janis hafði
heyrt það. Hún vissi vel, hvað það þýddi,
og allan daginn lá hún hreyfingarlaus
og velti þessu eina orði, hvítblæði, fyrir
sér. Þegar móðir hennar kom um kvöld-
ið, sagði hún aðeins: „Eg er með hvít-
blæði, er það ekki rétt, mamma?“
Rita varð náföl og langaði mest til
að hlaupa út. Hún reyndi að jafna sig>
og henni tókst að segja nokkuð rólega:
„Hvers vegna heldur þú það?“ Þá sagði
Janis móður sinni, hvað hún hafði heyrt.
„Hvernig mundi þér vera innan-
brjósts, ef þú vissir, að þú værir með
hvítblæði?“ spurði móðir hennar. —"
„Mundir þú verða hrædd?“
Janis hristi höfuðið. „Ef svo er, þa
hlýtur það að vera Guðs vilji. Hvað hef
ég þá að óttast? Auk þess getur vel ver-
ið, að ég verði frísk aftur.“
Næstu daga háði hún greinilega mikla
innri baráttu, bæði gegn sér sjálfri og
þeirri bjartsýni, sem hún hafði altlaf
borið í brjósti. Að lokum sá hún, að
ekki varð aftur snúið.
Dag nokkurn sagði hún nærri því sigri
hrósandi við móður sína: „Veiztu það>
mamma, að fram að þessu hef ég ekki
getað skilið, hvers vegna mér hefur ekki
batnað, af því að ég hef beðið Guð svo
mikið um það, en nú veit ég það. Guð
hefur viljað annað. Hann vill fá rnig
ujip til sín!“
Þær sátu lengi saman án þess að
segja orð. Móðirin var altekin þakk-
læti. Alla þessa mánuði hafði hún kvið-
ið fyrir og velt fyrir sér, hvernig hun
ætti að hjálpa Janis yfir þetta erfiða
augnablik. í stað þess var það Janis>
sem hjálpaði HENNE
Seinna spurði Janis hana nákvæmlega
um hreinsunareldinn. „Heldur þú, að
rf
ég þurfi að vera þar lengi, mamma •
Ég hef nú ekki alltaf verið góð stúlka>
ég veit það ósköp vel.“
Rita Babson þrýsti henni að sér. ,>ÞU
ert víst búin að þjást nógu mikið þessi
132 VORIÐ