Vorið - 01.09.1964, Side 12

Vorið - 01.09.1964, Side 12
til hann væri kominn framúr. Hún ætti bara að vita þafr, aS hann var þegar kominn á fætur og sat kófsveittur yfir reikningsdæmum, hvert öðru þyngra. Það var alveg merkilegt, hvað honum veittist erfitt að hafa hemil á hugsunum sínum og hugsa rétt. Hann hafði alls engan tíma til að gera vitleysur. Hans þurrkaði svitaperlurnar af enninu og byrjaði aftur, en komst fljótt að raun um, að svarið við fyrsta dæminu hlaut að verarangt. Það gat varla verið rétt, að aðeins þyrfti 14 þaksteina á hús, sem var átta sinnum sextán metrar í grunn- flöt. Fullur örvæntingar strokaði hann allt dæmið út og byrjaði að nýju, en svarið var heldur ekki rétt í þetta sinn. Dæmalaust var hann nú vitlaus að reyna ekki heldur við dæmin, þegar hann hafði tíma til þess. Eins og nú var komið, sat hann hreyfingarlaus og starði á úrið. Aldrei nokkurn tíma áður hafði hann séð vísana fljúga svona á- fram. Áður en hann hafði áttað sig, • var klukkan orðin hálf átta, og það var sama, hvernig hann reyndi við reikn- ingsdæmin, hann fékk aldrei neinar út- komur, sem vit var í. Nú voru góð ráð dýr. Hans leit út um gluggann. Það var glampandi sólskin úti, svo að hann hafði ekki nokkra löng- un til að skrópa í skólanum. Þá yrði hann neyddur til þess að vera inni all- an guðslangan daginn, og það var lítið tilhlökkunarefni. En var um nokkuð annað að ræða? Ef hann kæmi í skól- ann með óreiknað heimadæmi, fengi hann nokkur heimadæmi að auki næst í hegningarskyni og Mortensen var ekki allur, þar sem hann var séður. Svo sannarlega var honum nauðugur einn kostur að vera heima, og hann varð að bíta í það súra epli. Hann stundi þungan, þegar hann lagði reikningsbók- ina til liliðar, háttaði og klæddi sig í náttfötin aftur. Nú varð hann að leika hlutverkið eins eðlilega og mögulegt var. Hann gekk fram á ganginn í átt að svefnherbergi foreldra sinna. Síðan bankaði hann á hurðina og heyrði mömmu segja: „Já, hvað er það?“ „Það er ég“, svaraði Hans eins ves- aldarlega og liann gat, „mér er illt, mamma.“ Hann beið fullur eftirvætingar eftir svari. „Þá verður þú að leggja þig inn aft- | ur, ég kem með hitamælinn eftir stutta slund. Ef þú hefur hita, verður þú að liggja í rúminu i dag.“ Hans var nærri því búinn að skella upp úr, svo ánægður var hann með undirtektirnar. Hann flýtti sér því inn í rúm aftur og var rétt búinn að setja upp eymdar- svipinn á ný, þegar mamma hans kom inn með mælinn. „Þú verður að mæla þig, drengurinn minn,“ sagði hún áhyggjufull. „Ég kem aftur eftir nokkrar mínútur og sæki mælinn.“ Nú var Hans búinn að sigra, því að hann kunni ágætt ráð til að koma kvika- silfrinu í hitamælinum upp á við. Hann kveikti á náttborðslampanum, tók 106 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.