Vorið - 01.09.1964, Qupperneq 28
Svo fara þeir að vögnunum. Hvað
hafa þeir þar? Efst eru greni- og birki-
greinar en undir þeim er fín möl. Strák-
arnir koma með vagnana fulla af möl.
Börnin standa enn við gluggann, þeim
finnst óhætt að bíða þar meðan kennslu-
konan gerir það sjálf. Og það er eins
og Sólveig Vang hafi gleymt öllu í kring-
um sig, henni þykir þetta svo ótrúlegt.
Bezt er að drengirnir hafa fundið upp
á þessu sjálfir. Nú raka þeir fínu möl-
inni yfir, svo að það verður slétt og
fínt lag yfir allan leikvöllinn. Stóru stein-
unum aka þeir burt. Svo láta þeir greni-
greinarnar fyrir framan dyrnar.
En hvað skyldu þeir gera við birki-
greinarnar? Kennslukonan getur ekki
slitið sig frá þessu. Og sjáum nú! —
Birkigreinarnar láta þeir við dyrnar inn
í garðinn, og nokkuð af þeim láta þeir
meðfram skólaveggnum.
Nú Ijúka þeir þessum endurbótum,
og leikvöllurinn hefur tekið miklum
stakkaskiptum. Fína mölin liggur eins
og teppi og birkitrén eru eins og lifandi
skógur.
Kennslukonan verður að lofa börn-
unum að koma út til að sjá verk drengj"
anna. Sjálf bíður hún við gluggann.
Þeir eru búnir, hugsar hún. Þeir
ganga til hestanna til að aka heim. En
það er einnig allt búið hér inni, hugs-
aði hún um leið og hún lítur í kringum
sig.
Svo hleypur hún út á tröppurnar.
— Enginn má fara heim, segir hún-
— Fyrst megið þið leika ykkur nokkra
stund og svo komið þið upp til mín.
Eilífur og Arngrímur líta hvor á ann-
an. En þeir glotta ekki að þessu sinnij
eða glenna sig framan í hin börnin. Nu
eru þeir alvarlegir og börnin hópast
í kringum þá, toga í þá og vilja fá þa
með í leik. Og loks láta þeir undan. Þeir
fara með hestana frá og koma svo.
Þú þarft ekki að spyrja um, hvort
það hafi orðið gaman daginn þann. Leik-
irnir voru hver öðrum skemmtilegri. Og
þegar leikirnir standa sem hæst, kemur
kennslukonan fram á tröppurnar og kall-
ar í þau.
Hún hefur stofu og eldhús, en baíði
eru þau mjög lítil. Arngrímur og Eilífur
geta ekki skilið, að öll börnin komist
þar fyrir. Þeir bíða á eldhúsgólfinu ug
vita ekki, hvað þeir eiga að gera a^
fótunum og höndunum. Kennslukonan
tekur fram bolla og lætur í þá rjúkandi
súkkulaði.
— Það er þröngt hér, segir hún. ■
En þar sem hjartarúm er, þar er einnig
húsrúm.
Hún brosir til þeirra Arngríms og Ei-
lífs:
122 VORIÐ