Vorið - 01.12.1969, Page 3

Vorið - 01.12.1969, Page 3
VORIÐ TÍMARIT FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Kemur út í 4 heftum ó óri, minnst 48 blaðsíður hvert hefti. — Argangurinn kostar kr. 125.00 og greiðist fyrir 1. maí. — Utsölumenn fó 20% inn- heimtulaun. —- Utgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, rithöf- undur, Hóaleitisbraut 1 17, Reykjavlk, og Eirikur Sigurðsson, fyrrv. skólastj., Hvannavöllum 8, Akureyri. — Prentað ! Prentsmiðju Björns Jónssonar. 35. ÁRGANGUR OKT.—DESEMBER 4. HEFTI 1969 Gréta Berg Bergsveinsdóttir, listmólari í septembermánuði síðastliðnum hafði tví- tug stúlka, Gréta Berg úr Hafnarfirði mál- verkasýningu í húsgagnaverzlun Yalbjarkar á Akureyri. A sýningunni voru 39 myndir, 17 olíumálverk, 12 vatnslitamyndir og þar að auki nokkrar teikningar. Aðsókn að sýning- unni var góð og seldust 15 myndir. Vorið átti tal við þessa ungu listakonu um niyndirnar og spurðist fyrir um nám hennar. — Eg er fædd á Akureyri og ólst hér upp til 8 ára aldurs. Forldrar mínir eru Berg- sveinn Guðmundsson, húsameistari, og Mar- grét J. Thorlacius frá Oxnafelli. — Hvaða nám hefur þú stundað? — Ég varð gagnfræðingur frá Flensborg Vorið 1965 Og hafði alltaf mest gaman af að Gréfa Berg Bergsveinsdóttir. teikna í skólanum. Svo var ég í Englandi 1965—1966 og var þar í 6 mánuði við nám í teikniskóla og lærði að fara með olíuliti. Veturinn 1967—1968 var ég svo í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þar Bkaði mér ekki vel. Enda dæmdu þeir mig óhæfa til að mála. Mér fannst þeir llestir dýrka ljótleikann. Ég geymi prófvottorðið til að minnast þeirra seinna. VORIÐ 145

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.