Vorið - 01.12.1969, Síða 11

Vorið - 01.12.1969, Síða 11
ir voru á prófskránni. Svanur litli varcí fyrstur til að ljúka sínum prófum, þau voru svo fá. Eftir það tók hann lífinu létt. Hann hafði því góðan tíma til að leika sér, enda hafði hann eignazt marga góða kunningja um kvöldið. En gallinn við það að búa svona einangraður er sá, eyjabörnin kynnast svo fáum öðrum börnum. Hann hafði raunar komið þarna vorið áður, en það er langt á milli þeirra mannfunda og því um litla kynn- tngu að ræða. Þeir gleymdust samt ekki nieð öllu. Börnin fengu bæði að borða °g drekka þarna á prestssetrinu. Þau voru því vel haldin og það var tilbreyt- ing út af fyrir sig. Þegar öllum prófum var lokið um kvöldið, var klukkan orðin níu. Þá var eftir að reikna út einkunnir og skrifa þær á miða hjá hverju barni. Einar var þriðji hæsti á fullnaðarprófi og var Halla ánægð með það eftir atvikum. Hin fengu líka góðar einkunnir. Þegar þessu var lokið urðu allir fegnir, bæði börn, kennari og prófdómari. Var þá far- ið að búast til heimferðar. En svo þreytt- ur var Svanur orðinn að hann sofnaði i bátnum á heimleiðinni. Sóleyjarfólkið gekk niður að lending- unni og steig út í Svöluna. Það var reynt uð láta fara vel um alla. En eins og áður segir, hefur líklega farið of vel um Svan litla, því að þegar komið var nokkuð frá landi, steinsofnaði hann þrátt fyrir háv- aðann í ritunum og kríunum, sem ætl- uðu að ærast, þegar báturinn fór fram Hjá varpi þeirra. Klukkan var farin að ganga tólf, þeg- ar komið var út í Sóley. En þá voru allir Hjótir að hátta og sofna, og enginn vakn- aði fyrr en komið var fram á dag næsta morgun. Það var stutt á milli stórra liátíða í Sóley, þetta vor. Það átti svo að ferma Einar um miðjan júní. Hann dvaldi fimm daga uppi á prestssetrinu Okrum til að nema þar kristin fræði undir ferm- inguna. Þetta voru allt hátíðisdagar. Flest börnin, sem gengu til spurninga, fóru heim á kvöldin, en vegna þess að Einar átti um langan veg að sækja, varð það að ráði, að hann væri á prestssetr- inu á næturnar. Þetta voru allt dýrðar- dagar, sem Einar mundi lengi. Daginn fyrir ferminguna kom Gestur faðir hans til að sækja Einar. Hann ætl- aði að vera heima nóttina fyrir ferming- una og koma svo á sunnudagsmorgun með foreldrum sínum og systkinum til kirkjunnar. Yeður var hið bezta á sunnudags- morgun og dró það ekki úr hátíðaskap- inu. Þetta var mikill dagur í augum þeirra Gests og Höllu, þegar ferma átti fyrsta barnið þeirra. Svalan lét úr höfn með íslenzka fánann við hún. og allir voru í sparifötunum sínum þennan dag. Náttúran var þó bezt klædd af öllum. Fermingin var auðvitað hátíðleg eins og ætíð áður. Fermingarbörnin voru eins og fagrir blómknappar, sem höfðu sprungið út um morguninn. Sólin skein nú á þetta unga mannlíf, sem horfði með björtum augum til framtíðarinnar. Nú gat enginn bugsað um hafís eða hvíta- birni. Það var allt liðin saga. Þessi fermingardagur leið að kvöldi. Það geta ekki allir dagar verið hátíðis- VORIÐ 153

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.