Vorið - 01.12.1969, Qupperneq 15
— ÞacJ hefur verií banki.
'— Já, og þangað fara aurarnir úr
sparibauknum mínum. Eg hef aldrei vit-
að, að þeir væru í svona stóru húsi.
— Heldurðu, að það þurfi svona
stórt hús utan um þá?
— Já, það segir pabbi. Þar býr ekk-
ert fólk.
— Mér þykir sonur þinn athugull,
vinur sæll.
— Já, hann er eftirtektarsamur,
drengurinn. Hvað segir þú í fréttum?
— Eg gæti nú sagt ýmislegt. Ég brá
mér um daginn til Spánar með einu
ferðafélaginu okkar. Þetta var ekki
tttjög dýrt, en ákaflega skemmtilegt. En
bezt voru hlýindin. En mér leiddist allt
þetta mistur í loftinu. Það var ekki eins
hreint og hér.
— En gróðurinn fj ölbreyttari vænti
ég?
— Já, ekki er hægt að neita því.
Fagurt var blessað blómskrúðið. En
hvergi hef ég séð aðra eins fátækt.
Osköp var að sjá sumt fólkið. Nei, þá
líður okkur betur hérna. Þetta er bless-
að land.
I dag ætla ég í sumarbústaðinn að
hressa upp á hann. Sælir og blessaðir.
Og svo var bann horfinn.
— Vertu blessaður.
Sólin skein með geislum sínum á
sundin og varpaði á fjöllin fögrum
dýrðarljóma.
Faðirinn gat ekki orða bundizt yfir
fegurðinni í kringum þá.
— Sjáðu fegurðina í fjöllunum og á
sundunum, Atli minn. Heyrðurðu hvað
hann sagði áðan um landið okkar? Og
hafðu ávallt í huga að „þetta er landið
þitt“.
E. Sig.
I-***.,
*•
*
*
*
*
*
*
*
*
*
★
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
★
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
■L *-******************************** ^****************^
4
Barnablaðið Æskan 70 ára
Á þessu hausti á barnablaðið Æskan 70 ára afmeeli.
Stórstúka íslands gefur blaðið út. Fyrsti ritstjóri þess var
Sigurður Júl. Jóhannesson, en núverandi ritstjóri er
Grímur Engilberts.
Æskan hefur náð mikilli útbreiðslu og er myndskreytt
og mjög fjölbreytt að efni.
Vorið — yngra systkini Æskunnar — óskar henni til
hamingju með þetta merkisafmæli.
Eiríkur Sigurðsson.
+**-++++++*+++*+**++*+*++****++++++**+******+******+*+******+
♦
*
*
*
*
*
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
VORIÐ 157