Vorið - 01.12.1969, Page 17
Og labbaði sneyptur heim. Ég sá, að ég
hafði siglt á skökk mið.
Ég hafði nokkrum sinnum séð silunga
í læk niðri í flóanum, en hafði ætlað að
sækja fengsælli mið í þetta sinn, þótt
Það brygðist illa. En nú var kominn i
niig sannarlegur veiðihugur, og þegar
eins var ástatt með mig daginn eftir, að
engin stórverkefni biðu úrlausnar. ...
þetta var nefnilega á milli fráfærna og
sláttar. En þá er oft yndislegt í sveitinni.
Veiðihugurinn frá deginum áður
hlossaði upp að nýju. Ég tók veiðistöng-
lna mína — eða gogginn — og gekk
niður í flóa. Þar er lítil, lygn tjörn. Við
einn bakka hennar bullar upp ískalt og
tært vatn. Þarna var fullt af vatnskött-
nm og hornsílum. En ég fyrirleit nú svo-
leiðis kvikindi. Ég leit því ekki við slíku
íiskiríi. Auk þessa sá ég þarna margar
innnnklukkur, en þær vildi ég helzt hafa
’ ^æfilegri fjarlægð, því að mér var sagt
ef maður íoorl að rrapa yfir: slíkum_
Pollum gætu þær stokkið upp í mann og
síðan ofan í mann, en þá gæti maður
^lotið bráðan bana.
Ur tjörn þessari rann blátær lækur
milli fagurgrænna bakka. Þar hafði ég
séð silunga skjótast á milli hyljanna.
Eg fór nú að stappa fótunum í jörð-
lr>a á lækjarbakkanum, komu þá silung-
arnir oft fram, en hurfu jafnharðan aft-
ar og földu sig undir bökkunum. Ég ætl-
aði alltaf að reyna að krækja goggnum
1 pá þegar þeir komu í ljós, en það mis-
tókst auðvitað alltaf. Þeir sáu alltaf þetta
morðvopn og kunnu að forðast það. Ég
held, að þ eir hafi verið vitrari en kýrn-
ar- Þegar svo hafði gengið lengi lengi,
Heygði ég goggnum á lækjarbakkann og
hugðist taka upp aðra veiðiaðferð og
miklu frumstæðari. Ég fletti upp hægri
jakkaerminni minni, seildist niður í
vatnið og þreifaði undir bakkann. Oft
fann ég til silungsins, en missti jafnan af
honum.
Eftir margar misheppnaðar tilraunir
náði ég loks taki á einum rétt framan við
sporðinn og ríghélt því taki. Ég var nú
ekki seinn á mér að koma honum upp á
yfirborðið. Þetta var talsvert stór
branda, líklega um 30 sentimetra löng.
Mikið var stolt mitt, þegar ég sá hann
liggja í grasinu á lækjarbakkanum og
taka andköf.
Sagan er nú ekki sögð öll enn. Eftir
þessa veiðilukku hélt ég áfram með frarn
læknum og sá fleiri silunga skjótast þar.
Auðvitað gerði ég óteljandi tilraunir til
að handsama þá, en flestar mistókust. Ég
hugsaði sem svo. Ef ég gat náð einum
get ég alveg eins náð tveimur eða þrem-
ur, því að1 allt voru þetta svipaðir fisk-
ar og líklega svipuðum gáfum gæddir,
svo að ég hélt áfram að skríða eftir lækj -
arbakkannum. Ég hirti ekki um það, þótt
ég væri orðinn rennblautur á hnjánum
og búinn að fá bakverk, eins og oft þeg-
ar ég var að bera af túninu.
Fólkið á bæjunum í kring hefur sjálf-
sagt horft hissa og brosandi á þessar
nýtízku tilraunir til veiðimennsku, ná-
lega á þurru landi.
Ég kærði mig kollóttan um það, og nú
kom ég að tærurn hyli. Þar sá ég silung
á botninum, allvænan, en hylurinn var
svo djúpur að ég náði ekki með hend-
inni til hans. Ég reyndi því með fóta-
stappi og öðrum tilburðum, að fæla
VORIÐ 159