Vorið - 01.10.1974, Side 14

Vorið - 01.10.1974, Side 14
í skólanum. Pað var fallega gert af ung- frúnni að...... Malen: (Tekur fram í). Fallega gert. Já, auðvitað. Nei, það er leiðinlegt dauð- leiðinlegt — viðbjóðslega, svefnpurku- lega leiðinlegt. Inga: (Andvarpar). Já, mikil tilbreyt- ing er hér auðvitað ekki, hvað snertir undirbúninginn. Jenný: (Andvarpar líka). Sá, sem hef- ur reynt það einu sinni, kann alla dag- skrána utan að. Malen: Já, nú skuluð þið sjá. Eftir augnablik kemur ungfrú Juhl inn um dyrnar í hinum fræga silkikjól lang- ömmu sinnar, með óbreytanlegu knippl- ingunum á ermunum. Inga: (Hlær). Og svo segir hún: (Skrækróma). Góðan daginn, kæru börn. Lofið mér nú að sjá, að þið verð- ið reglulega góðar og þægar í kvöld. Lísa: Og þegar við svo komum inn í dagstofuna, gengur hr. Mickelsberg fram dulbúinn sem jólasveinn, og byrjar að þruma með hárri raust: „Góða kvöldið, góðu börnin mín, ég kem með jólaóskir og kannske gullin fín.“ Hinar: (Hlæja og klappa saman hönd- um:) Já, húrra. Alveg rétt. Malen: Og svo greiðir hann sitt langa skegg með fingrunum. (Hermir eftir). Jenný: (Hlær glettnislega). Og svo fer hann og leggur handlegginn ástúðlega á öxlina á ungfrú Juhl. Lísa: Já, og svo sitja þau og kurra eins og ástfangnar dúfur allt kvöldið. Inga: Já, svei, það er blátt áfram við- bjóðslegt að horfa á það. Á hverjum jól- um höldum við, að það verði alvara úr því fyrir þeim, en..... Malen: Getur nokkur sagt mér hvern- ig í ósköpunum á því stendur, að þessi maður biður hennar ekki. Jafnvel sá, sem aðeins hefur hálfa sjón getur séð, að hún blátt áfram er veik eftir því að játast honum. Jenný: (Hlær). Hann þorir ekki. Lísa: Nei, hann þarf líklega að „stramma“ sig upp. — En heyrið þið mig nú. Eigum við ekki að taka okkur til og hleypa dálitlu hugrekki í herrann í kvöld svo að hann geti sagt þetta óheilla orð? Jenný: Hvernig áttu við? Malen: (Hlær). Við bindum sprengju á bakið á honum. (Hinar hlæja). Inga: Ég á ágæta stoppunál, — ég skal ábyrgjast, að hún getur gert jafnvel hinn aumasta durt, alveg óviðráðanlegan af fjöri. Lísa: Nei, ég veit, hvað ég geri. Ég legg blautan svamp á stólinn, þegar hann sest. Jenný: Ég fæ mér skæri og klippi álfa- skeggið hans af. Malen: Uss, uss — þarna kemur ung- frúin. (Ungfrú Juhl kemur inn og segir ná- kvæmlega eins og Inga áður. Góðan dag- inn kæru börn. Lofið mér nú að sjá, að þið verðið reglulega góðar og þægar í kvöld. (Allar hlæja) Eruð þið hérna allar? Allar: Nei, Rut og Kristín eru hér ekki. . . Jú þarna koma þær. Rut og Kristín koma inn, þær ganga til ungfrúarinnar og taka í hönd hennar. 14 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.