Vorið - 01.10.1974, Page 17

Vorið - 01.10.1974, Page 17
áfram). Ó, það er næstum of mikið. (Læt- ur sem hún tali við ungfrú Juhl): Já, lítið þér á, ungfrú. Ég kem til þess að tala við yður um þessa fangelsisfyrirskip- un, — hvort ég gæti ekki fengið henni frestað fram yfir áramótin, með því að ------af því að-að. . . . (Sér jólasveina- búninginn) Ó, hvað er þetta? (Tekur upp kápuna og húfuna). Pú elskulegi Sankti Kláus: Allur Jólasveinsbúningurinn. (Set- ur húfuna á höfuðið og heldur skegginu upp að hökunni, hlær). Ha, ha, ha, það fer mér sjálfsagt vel. (Stendur augnablik kyrr og hugsar, — fær svo skyndilega hug- mynd). Ætti maður ekki að reyna að leika jólasvein? (Smellir út í loftið með fingr- unum). Já — húrra. Fyrirtaks hugmynd. Hvers vegna ætti ég ekki einu sinni að leika það hlutverk? (Um leið og hún fer í úlpuna og setur upp hárkolluna): Pað skal verða gaman að því. Og hér er pok- inn fyrir jólagjafirnar. — Jólagjafirnar? — Já, það er það versta. Hvað á ég að gefa þeim í jólagjöf? (Horfir í kringum sig, sér eldskörung sem stendur í horn- inu). Eldskörung? Ágætt. Kennslukonan skal fá hann. (Tekur bók af borðinu). Og hér eru sorgarleikir Shakespeares. Lísa skal fá þá, hún á ekki betra skilið. (Set- ur í flýti fjölda klúta, sem hún af hend- ingu nær í, niður í pokann). Og þetta er handa Ingu, Jenný, Rut og Kristínu. (Pað heyrast raddir fyrir utan, til vinstri.) Ó, þarna eru þau. Hvað á ég að gera? (Safn- ar í miklum flýti öllu jóladótinu saman, tekur það undir handlegg sér, og tré- skóna í hönd. Horfir í kringum sig). Skáp- urinn. (Hleypur, opnar hurðina). Ágætt skýli fyrir jólasvein. (Skríður inn í skáp- inn og stingur höfðinu út). Komið bara nær. Nú skuluð þið sjá: Malen skal, þrátt fyrir allt, taka þátt í jólahátíðinni. (Lok- ar hurðinni. Ungfrú Juhl og börnin koma inn um dyrnar til vinstri). Juhl: Gerið svo vel börn, finnið ykk- ur nú stól og verið eins og heima hjá ykk- ur. (Börnin setjast). Og svo eftri andar- tak . . . . þá held ég áreiðanlega, að komi eitthvað, alveg óvænt. Rut: Er það jólasveinninn? Juhl: (íbyggin). Ég segi ekkert. Kristín: Hvaðan kemur hann? Juhl: Það veit maður aldrei. Stundum kemur hann niður um reykháfinn. Inga: (Hlær). Já, eða ríðandi inn um gluggann. Jenný: (Hlær). Eða hann kemur upp um gólfið. Lísa: Skellihlær). Já eða innan úr skápnum þarna. (Bendir á skápinn. í sama bili kemur Malen út, hátíðleg, alveg ó- þekkjanleg í jólasveinsfötunum, með pok- ann á bakinu. Hárkollan og skeggið hylja næstum allt andlitið,, svo að aðeins sést x augun. Hún gengur um með stórum, þungum karlmannsskrefum. Allir standa skelkaðir upp. Jafnvel ungfrú Juhl hrekk- ur við, en áttar sig fljótt og brosir). Juhl: Pið skulið ekki vera hrædd börn. (Tekur Rut og Kristínu til sín). Pað er bara jólasveininn, gamli góði jólasveinn- inn, sem kemur með gjafir handa okkur. Malen: (Með djúpri karlmannsrödd): Góða kvöldið, góðu börnin mín. Ég kem með jólaóskir og kannske gullin fín. (Gengur fram á gólfið). Jenný, Inga og Lísa (hlæja og spauga hver við aðra, og sýna með leynd stoppu- VORIÐ 17

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.