Vorið - 01.10.1974, Síða 19
Malen: Það verður að sitja við það, —
ég get ekki haft vald á mér lengur, —
Ást mín er of mikil. — Ungfrú Juhl, núna
verðið þér að fá að vita það. Abelone, —
ég held í hönd yðar. Ég elska yður. Viljið
þér verða mín, — að eilífu?
Juhl: Ó, — en — hr. Mickelsberg. (Tek-
ur um hjartað í ákafri geðshræringu). Ó,
þetta kemur svo skyndilega. Ég get ekki
svarað, ekki núna. Ég fer inn í herberg-
ið mitt. — Ég verð að jafna mig dálítið
og hugsa sig um — í einrúmi. Farið á
meðan inn og hengið gjafirnar á jóla-
tréð. (Sendir honum ,,fingurkoss“.) Ó,
Ferdinand. (Fer til hægri, Malen til
vinstri.)
Inga, Jenný og Lísa koma fram.
Lísa: Heyrðuð þið, hvernig þau kurr-
uðu, alveg eins og tvær turtildúfur?
Mick: (Kemur inn um vængjahurðina,
klæddur sem jólasveinn, og alveg eins
búinn og Malen.)
Börnin: (Horfa á hann skelkuð.)
Lísa: (Lágt): Hvað er þetta? Annar
jólasveinn í viðbót:
Mick: Góða kvöldið góðu börnin mín.
Ég kem með jóla-óskir og kannske gullin
fín. (Stansar og talar við Rut og Kristínu.)
Inga: (Hvíslar til hinna): Ég veit, hver
þetta er, það er Malen. — Já, ég er sann-
færð um það. (Hoppar og klappar saman
höndum.) Hún veðjaði áðan rjómabollu,
um að hún skyldi vera við jólatréð. Ég er
viss um, að það er hún, sem nú hefur dul-
búið sig. Komið, nú verður regluleg há-
tíð. (Dansa og syngja í kringum hana.) Ó,
litli jólasveinn, ó, litli jólasveinn.
Lísa: (Slær hann svolítið á kinnina)
Ha-ha-ha- Við þekkjum þig vel.
Inga: (Tekur í skegg hans). En hvað
þú hefur yndislegt skegg.
Jenný: Ó, þú ert svo „sætur“, að mig
langar til að kyssa þig. (Kyssir).
Mick: (Vandar um við þær). Svona
svona litlu börn. Ekki svona ofsafengin.
Það gleður mig að ég er velkominn.
Inga: Já, þú ert alveg stórfínn. Komdu
nú og fáðu þér sæti, þá skaltu fá nokkrar
kökur. (Þær draga hann niður á stól og
bjóða honum).
Inga: (Sest á annað hné hans og stingur
upp í hann köku). Borðaðu, litli jóla-
sveinn, borðaðu.
Jenný: (Sest á hitt hné hans og býður
honum að drekka). Drekktu, gamli álfa-
pabbi.
Lísa: (Gefur honum hnefafylli af kök-
um). Settu þær í pokann, svo að þú hafir
eitthvað til að borða uppi á þínu ein-
manalega herbergi. Ha-ha-ha.
Juhl: (Kemur inn, stranglega). Má ég
spyrja: Hvað á þetta að þýða?
Inga og Jenný stökkva skelkaðar á fætur.
Mick: (Gengur til ungfrú Juhl og legg-
ur handlegginn á herðar henni). Já, hér
hafið þér mig.
Juhl: Já, það sé ég nú vel. En mér finnst
að þetta sé fremur hlægileg framkoma,
rétt eftir að þér. . . .
Mick: (Tekur fram í). Já, hvað getur
maður sagt við þessu. Þær eru svo glaðar
yfir því að sjá jólasveininn — og eru svo
góðar og ástúðlegar.
Juhl: Hm. Já, — en — það var það,
sem ég hef verið að hugsa um. Nú er ég
komin að ákveðinni niðurstöðu. — (ást-
úðlega), og ég segi já.
Mick: (Skilur ekki). Og þér segið já?
19
VORIÐ