Vorið - 01.10.1974, Side 22

Vorið - 01.10.1974, Side 22
Nú eru jólin í nánd svo að í rauninni ætti ég að skrifa (segja ykkur) frá ein- hverju jólalegu en í popinu er lítill grein- armunur gerður, þó veit ég að Jackson 5 gáfu út eina gullfallega plötu eingöngu með jólalögum fyrir 3 árum. Steve Wonder á eina sem gefin var út um sama leyti. En þó þær séu ekki nýjar þá eru þær báðar unnar af negrum og tilfinningin eft- ir því ,svo er ein ný með David Cassidy sem er góður kunningi úr íslenska sjón- varpinu (Söngelska fjölskyldan), en á þeirri plötu eru bjög falleg jólalög. En það sem gerðist hér á íslandi í byrjun nóvember, þið munið eflaust eft- ir því? Jú, það voru einmitt Slade sem komu og héldu langbestu tónleika sem haldnir voru í pop-stíl hér á landi. Peli- can byrjuðu þessa tónleika en þeim mis- tókst af einhverjum orsökum. Slade léku í klukkutíma og tuttugu mínútur. Peir voru í frumlegum fötum, t. d. Noddy söngvari var í köflóttum jakkafötum allt- of stuttum buxum og með pípuhatt og lét eins og trúður. Dave sóló-gítarleik- ari var í skærrauðum og hvítum prinsföt- 22 PISTILL SLADE um og háhæluðum skóm, já, á þeim hæstu hælum sem ég hef nokkurn tíma séð, hann var ekkert að leyna því. Strákarnir náðu ágætri stemningu, fengu fólk til að syngja með og klappa saman höndum og stappa fótum. Þó var meira en helm- ingur af fólkinu sem ekki tók þátt í þessu með þeim og er ég viss um að þeim hefur sjálfsagt leiðst, við íslendingar er- um svolítið þungir að taka þátt í leikj- um, en erum hrókur alls fagnaðar ef við þorum að vera með. Aðspurðir sögðust Slade hafa verið hálf ragir við þessa hljómleika af tveim- ur ástæðum. Sú fyrri var, að þetta voru fyrstu tónleikarnir eftir 3ja mánaða hlé. Peir voru að leika í kvikmynd og spila inn á nýja mjög góða hljómplötu, sem var að koma út. Seinni ástæðan var sú, að trommarinn varð minnislaus eftir bílslys, sem hann lenti í fyrir rúmu ári og voru þeir hræddir um að hann myndi jafnvel vera búinn að gleyma einhverjum lögum. Peir sögðu að hann þyrfti t. d. alltaf að hafa miða hjá sér til að minna sig á hver hann væri. VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.