Vorið - 01.10.1974, Page 36

Vorið - 01.10.1974, Page 36
E&W@K@©E&»®,1111WR11I1I Umsjón: Þorgeir Logi Árnason /^FLUG 1 Með nógu hugrekki og kunnáttu er hægt að fljúga listflug á öllum flugvél- um ,til dæmis hefur Boeing 707 verið velt (rollað) og eldgömlum Ford trimotor hefur verið flogið bakfallslykkju (loop) niður við jörð. En enginn hefur efni á að leika sér þannig með mannslíf og dýr- ar flugvélar, svo að menn hafa smíðað sérstakar vélar fyrir listflug. Fyrsta heimsmeistaramótið í listflugi var haldið 1960 og hefur verið haldið síðan á tveggja ára fresti. 1960, 1962 og 1964 urðu Tékkar heimsmeistarar, 1966 var það Rússi, 36 1968 varð Austur-Þjóðverji í Tékkneskri vél heimsmeistari og 1970 unnu Rússar aftur, síðan hafa Bandaríkjamenn unnið alla titla sem hægt er að vinna. Á þessu sést að það eru frekar flug- vélarnar en flugmennirnir, sem vinna mótin, þó að auðvitað verði þeir að vera mjög færir. Þegar heimsmeistara- mótin byrja eru Tékkar þegar búnir að framleiða Zlín (en það hétu vélarnar þeirra) í nokkur ár, síðan taka Rússar við þegar þeirra YAK-18 hefur verið endursmíðuð eingöngu með listflug í huga. Síðast taka svo Bandaríkjamenn við með vél sem var heimasmíðuð í VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.