Vorið - 01.10.1974, Side 41

Vorið - 01.10.1974, Side 41
urnar. „Leikið ykkur nú úti þang- að til þið sjáið pabba koma.“ Svo fór hún inn. Stelpurnar stóðu litla stund kyrrar svo byrjuðu þær að moka. „Við skulum moka ofan af tröppunum,“ sagði Hulda. „Já það skulum við gera,“ sagði Olga og sveiflaði skóflunni í kringum sig. Svo fóru þær að moka snjó- inn ofan af tröppunum. „Við skul- um láta hann í hrúgu hérna,“ sagði Olga. Svo var snjórinn lát- inn í hrúgu rétt hjá tröppunum. Og alltaf bættist í hrúguna. Loks- ins voru þær búnar að moka of tröppunum. Þá datt Huldu í hug að búa til tröppur úr snjóhrúg- unni og þær byrjuðu að> slétta hana til og búa til tröppur í hana. Svo náðu þær í meiri snjó og bættu við fleiri og fleiri tröppum. Þær voru búnar að vera að þessu nokkra stund þegar þeim fór að leiðast þetta. „Nú ætla ég að labba upp tröppurnar,“ sagði Olga og byrjaði að labba upp.’En nú fór illa, tröppurnar þoldu ekki að svona mikill þungi kæmi á þær. Olga var líka svolítið feit og þær hrundu niður undan fótum henn- ar. „Nú ertu búin að eyðileggja fínu tröppurnar okkar,“ kjökraði Hulda og var næstum farin að gráta. „Já, en það gerir ekkert til, eftir mat gerum við snjókarl,“ sagði Olga. „Þarna er pabbi að koma,“ æpti Hulda og hætti strax að gráta. Svo hlupu þær á móti pabba sínum og hann tók í hend- ur þeirra og leiddi þær inn. SJÁLFVIRKT MANNTAFL Sjálfvirkt manntafl var fundið upp í Vín fyrir aldamótin Í800. Hugvitsmað- urinn hét Wolfgang Ternpel. Við tafl- borðið sat gervimaður, sem tefldi við hvern sem var og sigraði alla. Meistara- verkið var í því fólgið, að afburðatafl- manni var svo haganlega komið fyrir inni í borðinu, sem taflið stóð á, að engan grunaði neina hrekki. Hann hafði — menn vita ekki hvernig — auga með því, sem fram fór á taflborðinu og gat hreyft hendur gervimannsins. Napoleon mikli tefldi við þennan fræga gervimann árið 1808 — og tap aði. Taflið var flutt víða um heim og afl- aði eigandanum mikils fjár. - Pað brann í eldsvoða árið Í864. Engum hefur enn- þá tekist að ráða í, hvernig það var gert eða smíða eftirlíkingu þess. VORIÐ 41

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.