Vorið - 01.10.1974, Page 42

Vorið - 01.10.1974, Page 42
Hamingjuskeifan Það var síðari hluta dags, árið 1440, að maður var á gangi eftir veginum, sem lá meðfram Rín, í grennd við þýska bæ- inn Mainz. Þetta var að haustlagi. Rignt hafði allan daginn. En nú var stytt upp. Vegurinn var vondur, eins og eðlilegt var, eftir rigninguna. Vegfarandinn tók þó ekki eftir því. Hann var djúpt hugsandi. Hann var gáfulegur á svip, ennið hátt og hvelft. Maðurinn hafði alskegg, tvíklofið. Strauk hann það án afláts. Pegar maðurinn kom að litlurn lundi, sem var rétt hjá veginum, komu tvö börn hlaupandi. Pað voru piltur og stúlka. Átti faðir þeirra bóndabæ þarna í grennd- inni. „Góðan daginn meistari Jóhann,“ kölluðu bæði börnin samtímis. Vegfarandinn hafði ekki veitt börn- unum athygli, fyrr en hann heyrði þau kalla. Hann nam staðar, all-forviða, brosti vingjarnlega og sagði: „Jæja, Franz og María. Hvað eruð þið að gera liér?“ „Pabbi sendi okkur til þess að tína sprek og kvisti,“ svaraði drengurinn. „Við erum á heimleið.“ Börnin og meistari Jóhann urðu svo samferða áleiðis til bóndabæjarins. Á leiðinni sögðu þau honum, hvað gerst 42 hefði á heimili þeirra frá því er hann síðast heimsótti þau og foreldra þeirra. Skyndilega staðnæmdist Franz og sagði: „Hér liggur skeifa.“ Hann laut niður og tók skeifuna. „Ég fer heim með þessa skeifu og læt hana yfir dyrnar. Henni fylgir hamingja Pað hef ég heyrt talað um.“ Franz var mjög hrifinn. Á meðan þessu fór fram, hafði meist- ari Jóhann staðið eins og töfraður og horft á farið, sem skeifan hafði myndað í leðjuna á veginum. Svo leit hann upp, kvaddi börnin í skyndi og gekk hratt áleiðis til borgar- innar. Franz og María horfðu forviða á eftir honum. „Pví fór meistari Jóhann svo skyndi- lega?“ spurði María. Franz vissi það ekki. Pað var ekki að búast við því að börnunum kæmi til hugar, að þessi at- burður yrði frjóangi mikillar uppgötv- unar. Meistari Jóhann fékkst við að prenta bækur. Hann hafði um margra ára skeið velt því fyrir sér hvernig hann gæti bætt tæki sín. Er hann prentaði, varð hann að skera bókstafina á tréplötur. Petta var seinlegt, — og þar að auki var ekki VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.