Vorið - 01.10.1974, Síða 45

Vorið - 01.10.1974, Síða 45
Orðsending Til áskrifenda og annarra lesenda VORSINS Með þessu síðasta hefti Vorsins 1974 lýkur fertugasta árgangi blaðsins. 1. hefti 1975 verður því afmælisrit og verður efni í því úr ýmsum áttum og m. a. rif juð upp saga VORSINS frá því það var fyrst gefið út á Akureyri. Sagt verður frá því í máli og mynd- um, hvernig Vorið er unnið í prentsmiðjunni. Þá er áætlað að birta efni úr fyrstu blöðum Vorsins til gamans, auk föstu þátt- anna. Vorið leitar því til ykkar, lesendur góðir, um að skrifa Vorinu og koma með ábendingar um efni í afmælisblaðið, einnig væri fróðlegt og skemmtilegt, ef einhver ætti í pokahorninu efni, sem tengt væri sögu Vorsins á einhvern hátt. Teikningar eru alltaf vel þegnar, en þurfa helst að vera teiknaðar með svörtu tússi eða svörtum lit, svo að myndirnar prentist vel. Afmælisblaðið kemur út í febrúar 1975 og þarf efni að hafa borist fyrir 15. janúar. Með fyrirfram þakklæti og jólaóskum. Ritstjóri. VORIÐ 45

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.