Vorið - 01.10.1974, Síða 47

Vorið - 01.10.1974, Síða 47
Saga rennilássins Rennilásinn er nú talinn ómissandi um gervallan heim enda er hann hið mesta þarfaþing og til margra hluta nytsamleg- ur. Saga þessa merkilega hlutar er í fáum orðum þessi: Fyrir rúmum 90 árum var Ameríkumað ur að nafni Judgson eitt sinn að hjálpa konu sinni við að hneppa kjól hennar að aftan. Verk þetta var það versta, sem Judgson fékkst við, og fór hann þá mikið að brjóta heilann um einhvern þægilegri útbúnað. Árangurinn var frekar lítill, en samt gaf hann verksmiðjueiganda einurn í New York, er Walker hét, hugmyndina. Walker leist vel á uppástungu Judgsons, og varði hann mörgum milljónum dollara til að finna rétta lausn á málinu. Renni- lás sá, sem skapaðist í verksmiðju Walk- ers, náði aldrei útbreiðslu, enda var hann bæði mjög dýr og svo mjög ófullkominn. Árið 1908 fluttist ungur sænskur verk- fræðingur til New York. Hann hét Gide- on Sundback, og var kominn vestur til að leita sér fjár og frama, en loks komst hann í verksmiðju Walkers, og fór þar að glíma við gátuna um að fullkomna renni- lásinn. Loks árið 1941 var uppgötvunin fullgerð. En þá var Sundback kosinn í stjórn fyrirtækisins og stóð nú til að fá heimseinkaleyfi á uppgötvuninni, en þá skall styrjöldin mikla yfir og tafði allar framkvæmdir. Sundback tókst þá að koma uppgötvuninni á framfæri við her- gagnaverksmiðju eina á Englandi, og seldi hann henni réttinn til afnota fyrir 130.000 sterlingspund. Penginarnir róru til að bjarga verksmiðju Walkers. Rennilásarn- ir, sem hin enska verksmiðja framleiddi, voru notaðir á yfirbreiðslur þær, sem not- aðar voru þá á flugvélar, er stóðu úti yfir nóttu. Eftir viðurkenningu breska hersins á gildi rennilássins, fór hann loks sigurför um allan heim. VORIÐ 47

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.