Vorið - 01.10.1974, Síða 50

Vorið - 01.10.1974, Síða 50
sundmótið eftir Gutta Gorms. Það var hérna um daginn, að ég tók eftir, að eittlivað var 1 að- sigi uppi í skóla. Ég gaf mig á tal við einn skólafélaga minn og komst að raun um, að skólasund- mót stæði fyrir dyrum, og nemend- ur úr okkar skóla væru meðal þátt- takenda. Ég er ákaflega lítill sund- maður, varla að ég geti fleytt mér. Þrátt fyrir það þykir mér ákaf- lega gaman að liorfa á sundkeppni. Ég var því ekki lengi að taka á- kvörðun að vera meðal viðstaddra. Loksins rann umræddur keppn- isdagur upp. Ég varð dálítið seinn fyrir, og fékk því livergi sæti, nema við þann enda laugarinnar, sem keppnin kófst við. Gat ég því ekki séð, hverjir fyrstir kæmu að marki, en varð að láta mér lynda að keyra það í hátalaranum. Nú nálgaðist sú stund keppn- innar, er skólaboðsundskeppni skyldi háð. Sá ég þá nokkra skóla- félaga rnína, sem keppa áttu, í al- varlegum samræðum þar skammt frá. Gat ég rétt greint orðaskil. Skildist mér á þeim, að einn kepp- endanna hefði ekki mætt til leiks, og vissu þeir ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Til allrar óhaimngju kom einn þeirra auga á mig, hljóp til mín og sagði: „Gutti, þú verður að synda í staðinn fyrir hann Jón. Hann er ekki kominn.“ Ég ætlaði að andmæla kröftug- lega og segja sem var, að ég væri varla fær um að halda sjálfum mér á floti, hvað þá að taka þátt í keppni, en orð mín drukknuðu í háværum undirtektum hinna, sem gátu varla dásamað mig nógsam- lega fyrir að gera þeim þennan greiða. Áður en ég vissi af, var ég kominn fram í búningsherbergi með skýlu í hendinni og skipað að afklæðast. Ekki veit ég, hvernig ég 50 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.