Vorið - 01.10.1974, Page 56

Vorið - 01.10.1974, Page 56
IÞROTTIR OC LEIKIR Umsjón: Júlíus Arnarsson Ung og efnileg íþróttakona Vorið hitti, Ástu B. Gunnlaugsdóttur á förnum vegi, og átti við hana eftirfar- andi samtal. Jæja, Ásta segðu okkur, hvar og hve- nær ertu fædd? Ég er fædd í Reykjavík 1961 og er því 13 ára gömul. Hef átt heima í Hafnar- firði, en bý núna í Kópavogi. Hvað var það, sem fyrst vakti áhuga þinn á íþróttum, og hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir alvöru? Ég hef alla tíð verið mikið gefin fyrir hreyfingu, sérstaklega hlaup og stökk. Pess vegna greip ég tækifærið tveim höndum, þegar nábúi minn, strákur í næsta húsi, spurði hvort ég vildi ekki reyna mig í Hljómskálahlaupi, sem Guð- mundur Þórarinsson stjórnaði. Þá var ég 10 ára gömul. Strax og ég hafði hlaup- ið vegalengdina undir þrem mínútum, hringdi Guðmundur í mig og bauð mér á æfingu hjá ÍR. Ég mætti á fyrstu æf- inguna með hálfum huga, en eftir að hafa hlaupið spretthlaup með Lilju, vin- konu minni, þar sem hún bætti íslands- metið mikið og ég hafði hlaupið undir gamla metinu, þá ákvað ég að halda áfram og hef æft reglulega upp frá því eða að meðaltali 3svar í viku. Hver hefur verið þinn aðalleiðbein- andi? Það er hinn góðkunni Guðmundur Þórarinsson, þjálfari ÍR-inga um árabil Hann hefur reynst mér vel allt frá byrj- un þess vegna er ég í ÍR. En var þetta ekki frekja í Guðmundi að stela þér frá Breiðabliki? Hann stal mér ekki, ég var ófélags- bundin og því frjálst að gera hvað ég vildi. Auk þess hefur Breiðablik engan einkarétt á manni, þó að hann sé búsett- ur í Kópavogi. Segðu okkur frá ferðalögum, sem þú hefur tekið þátt í vegna íþrótta. Miðað við aldur þá hef ég ferðast ansi mikið, bæði innan og utan lands. Ég hef farið til Noregs oftar en einu sinni til keppni í Andrésar Andar-leikjunum. Til Grænlands fór ég eitt árið. Þá ferð fékk ég í verðlaun fyrir íþróttakeppni. S. 1. 56 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.