Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 60
hann. „Eruð þið fleiri hér á eyjunni?"
Spurði skipstjórinn.
„Bara Kolskeggur."
Mennirnir litu hver á annan, svo
spurði skipstjórinn aftur: „Hver er
hann?“
„Pað er hestur,“ svaraði Alek.
Hann sagði þeim nú alla söguna —
söguna um óveðrið og hvernig skipið
fórst — hvernig hann veltist í hafrótinu,
bundinn við hestinn — um líf þeirra
á eynni og baráttuna við sultinn — um
stríðið við hestinn og hvernig honum
tókst að temja hann og að lokum um
brunann um nóttina. Svitinn spratt
fram á enninu á honum, þegar hann
sagði söguna um allt það, sem skeð hafði
á þeim tuttugu dögum, er liðnir voru,
síðan „Drake” fórst.
Pegar hann hafði lokið sögu sinni
varð dauðaþögn. Svo rauf einn mann-
anna þögnina: „Drengurinn er með ó-
ráði, skipstjóri — hann hlýtur bara að
ímynda sér þetta allt. Hann þarf að fá
aðhlynningu, heitan mat og komast í
rúmið.“
Alek leit á mennina, hvern af öðr-
um, og nú varð honum ljóst, að þeir
trúðu honum ekki. Hann ætlaði alveg
að missa stjórn á sjálfum sér. Gat það
verið? Var saga hans svona brjálæðis-
kennd? Hann skyldi sanna þeim, að
hvert orð, sem hann hafði sagt, var
heilagur sannleikur — nú skyldi hann
blístra á Kolskegg.
Hann bar fingurna upp að vörunum
og blístraði.
„Heyrið þið“, hrópaði hann svo,
„heyrið þið!“ Mennirnir hreyfðu sig
60
ekki úr sporunum. Pað liðu nokkur and-
artök — ekekrt heyrðist nema gjálfrið
í bárunum við ströndina.
Skipstjórinn rauf þögnina: „Nú verð-
um við að koma okkur um borð, dreng-
ur minn. Þetta allt hefur tekið nokkuð
langan tíma og við erum orðnir á eftir
áætlun.“
Alek stirðnaði upp við þessi orð.
Þarna skammt undan lá skipið, sem var
flutningaskip, miklu stærra en „Drake“.
Aftur var það skipstjórinn, sem tók
til máls. „Við erum á leið til Suður-
Ameríku — til Rio de Janeiro. Við get-
um tekið þig með þangað og við getum
símað foreldrum þínum frá skipinu, að
þú sért heill á húfi!“
Skipstjórinn og Pat tóku nú sinn und-
ir hvorn handlegginn á Alek, en hinir
voru komnir út í bátinn, tilbúnir að
leggja frá landi. Alek reyndi að átta
sig á þessu öllu. Átti hann að fara út í
þetta skip? Átti hann að yfirgefa Kol-
skegg? Hann Kolskegg. . . sem hafði
bjargað lífi hans! Hann reif sig lausan
frá mönnunum og hljóp eins og fætur
toguðu upp frá ströndinni.
Mennirnir horfðu undrandi á eftir
honum. Þeir sáu, hvernig hann bar fing-
urna upp að vörunum, þegar hann kom
upp á fjörukambinn, og svo kvað við
skært blístur.
Ógnarlegt öskur kvað við — villidýrs-
öskur! Þeir urðu furðu lostnir! í sama
vetfangi stóð risastór, svartur hestur við
hliðina á drengnum. Hesturinn hneggj-
aði aftur, nístandi og hvellt! Hann reisti
makkann og sperrti eyrun. Jafnvel úr
þessari fjarlægð sáu þeir glöggt, að hest-
VORIÐ