Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 60

Vorið - 01.10.1974, Qupperneq 60
hann. „Eruð þið fleiri hér á eyjunni?" Spurði skipstjórinn. „Bara Kolskeggur." Mennirnir litu hver á annan, svo spurði skipstjórinn aftur: „Hver er hann?“ „Pað er hestur,“ svaraði Alek. Hann sagði þeim nú alla söguna — söguna um óveðrið og hvernig skipið fórst — hvernig hann veltist í hafrótinu, bundinn við hestinn — um líf þeirra á eynni og baráttuna við sultinn — um stríðið við hestinn og hvernig honum tókst að temja hann og að lokum um brunann um nóttina. Svitinn spratt fram á enninu á honum, þegar hann sagði söguna um allt það, sem skeð hafði á þeim tuttugu dögum, er liðnir voru, síðan „Drake” fórst. Pegar hann hafði lokið sögu sinni varð dauðaþögn. Svo rauf einn mann- anna þögnina: „Drengurinn er með ó- ráði, skipstjóri — hann hlýtur bara að ímynda sér þetta allt. Hann þarf að fá aðhlynningu, heitan mat og komast í rúmið.“ Alek leit á mennina, hvern af öðr- um, og nú varð honum ljóst, að þeir trúðu honum ekki. Hann ætlaði alveg að missa stjórn á sjálfum sér. Gat það verið? Var saga hans svona brjálæðis- kennd? Hann skyldi sanna þeim, að hvert orð, sem hann hafði sagt, var heilagur sannleikur — nú skyldi hann blístra á Kolskegg. Hann bar fingurna upp að vörunum og blístraði. „Heyrið þið“, hrópaði hann svo, „heyrið þið!“ Mennirnir hreyfðu sig 60 ekki úr sporunum. Pað liðu nokkur and- artök — ekekrt heyrðist nema gjálfrið í bárunum við ströndina. Skipstjórinn rauf þögnina: „Nú verð- um við að koma okkur um borð, dreng- ur minn. Þetta allt hefur tekið nokkuð langan tíma og við erum orðnir á eftir áætlun.“ Alek stirðnaði upp við þessi orð. Þarna skammt undan lá skipið, sem var flutningaskip, miklu stærra en „Drake“. Aftur var það skipstjórinn, sem tók til máls. „Við erum á leið til Suður- Ameríku — til Rio de Janeiro. Við get- um tekið þig með þangað og við getum símað foreldrum þínum frá skipinu, að þú sért heill á húfi!“ Skipstjórinn og Pat tóku nú sinn und- ir hvorn handlegginn á Alek, en hinir voru komnir út í bátinn, tilbúnir að leggja frá landi. Alek reyndi að átta sig á þessu öllu. Átti hann að fara út í þetta skip? Átti hann að yfirgefa Kol- skegg? Hann Kolskegg. . . sem hafði bjargað lífi hans! Hann reif sig lausan frá mönnunum og hljóp eins og fætur toguðu upp frá ströndinni. Mennirnir horfðu undrandi á eftir honum. Þeir sáu, hvernig hann bar fing- urna upp að vörunum, þegar hann kom upp á fjörukambinn, og svo kvað við skært blístur. Ógnarlegt öskur kvað við — villidýrs- öskur! Þeir urðu furðu lostnir! í sama vetfangi stóð risastór, svartur hestur við hliðina á drengnum. Hesturinn hneggj- aði aftur, nístandi og hvellt! Hann reisti makkann og sperrti eyrun. Jafnvel úr þessari fjarlægð sáu þeir glöggt, að hest- VORIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.