Vorið - 01.10.1974, Síða 68

Vorið - 01.10.1974, Síða 68
ann, ef hann kæmist á veðhlaupabraut- irnar „Heldurðu það — heldurðu, ao hann geti orðið veðhlaupahestur?“ spurði Al- ek og var mikið niðri fyrir. „Já, það er ég viss um. Það eru nú átta ár, síðan ég fór til sjós, en þar áður þjálf- aði ég veðhlaupahesta á írlandi. Ég hef aldrei séð veðhlaupahest, ef þetta er ekki veðhlaupahestur! ‘ ‘ „Já — hlaupið, það getur hann,“ sagði Alek og hann sá í anda, hvernig Kol- skeggur þaut eins og elding um eyna. „Jæja, Pat, nú verð ég víst að halda áfram, ég sé að þeir eru að verða búnir að losa skipið.“ Alek rétti honum hönd- ina. „Vertu blessaður og sæll,“ og Patt tók þéttingsfast í höndina á drengnum. „Blessaður og sæll, Alek minn, og ég óska þér alls góðs, alltaf!“ „Blesaður, Pat! Og mundu að heim- sækja mig!“ Alek teymdi Kolskegg eftir hafnar- bakkanum. Pegar þeir komu þar að, sem skipið lá, voru þar fyrir allmargir hest- ar á uppfyllingunni. Biðu þeir þess að verða fluttir um borð. Kolskeggur fór strax að ókyrrast og reis nú upp á aftur- fæturna. Við þetta kom ókyrrð að hin- um hestunum, svo að Alek reyndi að teyma folann til hliðar. „Petta minnir þig á gamla daga, Kol- skeggur minn,“ sagði Alek. Hann brosti með sjálfum sér, þegar honum datt allt í einu í hug hvað pabbi hans og mamma mundu segja, þegar þau sæju þann svarta. Pað var nú svei mér gott, að þau voru flutt út í Flushing frá New York. Par mundi hann geta fundið góðan stað nálægt heimilinu, þar sem folinn gæti verið á beit og vel geymdur — en, bara að pabbi vildi nú leyfa honum að hafa hestinn hjá sér. Alek hrökk við! Kolskeggur hneggjaði æðislega og drengurinn ætlaði ekki að geta haldið honum. Nú kvað við hnegg frá einum hestanna í hópnum. Þeir trylltust og allt var að fara á ringulreið á hafnarbakkanum. Menn voru þarna með jarpan graðfola í taumi og ætluðu að koma honum á brott frá landgöngu- brúnni. Sá jarpi var næstum eins stór og Kolskeggur. Alek var feginn, að sá jarpi átti þó ekki að fara með sama skipi. Kol- skeggur togaði nú fast í og hafði ekki augun af Jarpi. Pá reis Jarpur upp á afturfæturna, og maðurinn, sem hélt honum, var auðsjáanlega að gefast upp. Nú tók allt stóðið að hneggja. Alek reyndi að sefa folann sinn, en það leyndi sér ekki, að villidýrið var að ná yfir- höndinni. Hann minntist margs, sem frændi hans hafði sagt honum um villta hesta —’ það er algjört einræði í ríki grað- hestsins, hafði hann sagt. „Svona, svona, Kolskeggur, vertu nú rólegur, karlinn minn!“ En þetta bar lít- inn árangur. Nú hneggjaði Jarpur aftur og Alek sá, hvernig maðurinn, sem hafði haldið í tauminn á þeim jarpa, féll á steinlagðan hafnarbakkann og hesturinn sleit sig lausan. Kolskeggur öskraði, ógurlega — það fór í gegnum merg og bein, þetta tryllta öskur í graðfolanum. Alek vissi, að hann mundi ekki geta haldið Kolskeggi öllu lengur. Og svo skeði það: Alek missti takið á múlnum og villidýrin réðust 68 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.