Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 2
Fátt var það að vonum, sem meira var talað um síð- astliðna viku en geimflug Ameríkumannsins John Glenns, og hvarvetna um heim fögnuðu menn þeim tæknisigri, sem mannsandinn hafði unnið í því afreki. Ekki gat þó hjá því farið, að hugur ýmissa hvarflaði til hinnar fyrstu geimferðar, sem farin var, ferðar Rúss- ans Gagarins. Ekki er það á færi leikmanna í fræðun- um að dæma um, hvort afrekið er hinu meira, né hvort hinna miklu stórvelda í vestri og austri sé hinu fremra í geimsiglingatækni, eða hvort þau standi þar jafnfætis. Sennilegt má þó teljast, að munur þeirra sé lítili. Það verður heldur ekki það sem mönnum flýgur fyrst í hug, er þeir bera saman þessar tvær geimfarir. Geimflug Gagarins var farið með fullri leynd. Það var að vísu kunnugt, að Rússar hugðu á geimflug fyrr eða síðar, en enginn vissi hætishót, hversu langt undir- búningi væri komið fyrr en einn góðan veðurdag er tilkynnt, að geimfluginu sé lokið, og geimfarið hafi lent heilu og höldnu á tilteknum degi. En öllu öðru er haldið fullkomlega leyndu. Elvaðan lagt var af stað, hvar geimfarið lenti, hvort flugmaðurinn stýrði því sjálfur, eða því var fjarstýrt. Um allt þetta var stein- hljóð, og meira að segja voru frásagnir geimfarans sjálfs, þær sem birtar voru almenningi, svo ruglings- legar, að sumir drógu jafnvel í efa, að þetta allt væri nokkuð annað en tilbúið sjónarspil. Um vísindalegan árangur þessa fyrsta geimflugs hefur lítið verið rætt á opinberum vettvangi. Flug Glenns fór hins vegar fram fyrir opnum tjöld- um. Vikum saman hafði alheimi verið kunnugt um, hvað í vændum var, og að stöðugt væri unnið að und- irbúningi geimflugsins frá Canaveralhöfða. Elvað eftir annað var tilkynnt, að fluginu hefði verið frestað vegna óhagstæðra veðurskilyrða, og vafalaust hafa sumir ver- ið orðnir vantrúaðir á, að flugið yrði nokkru sinni reynt. En loksins þegar hin stóra stund rann upp, geimfarið var tilbúið, og veðurskilyrði hagstæð, sveif farið af stað í augsýn alheims að kalla má. Hverju smá- atviki í sambandi við geimflugið var sjónvarpað. Hóp- ar fréttamanna fylgdust með gangi málanna og sendu fréttaskeyti sín til útvarpsstöðva og dagblaða um víða veröld. Tilkynnt var fyrirfram, hvar geimfarið ætti að lenda. Þannig hefði hvert einasta óhapp eða mistök, sem kynnu að verða, verið opinbert fyrir alheimi sam- stundis. Engu var unnt að leyna. Og meðan á geimflug- inu stóð hafði flugmaðurinn sífellt samband við jörð, og fréttum af líðan hans útvarpað samtímis. Óhugsandi er að þessi mikli munur á tveimur sam- hliða atburðum geti farið fram hjá nokkrum hugs- andi manni. Og rnenn hljóta að spyrja? Hvað þurfa Rússar að dylja, sem Bandaríkjamenn geta látið fara fram fyrir opnum tjöldum? í raun réttri er svarið ofur augljóst. Rússar hafa ekk- ert að dylja umfram hina, en atburðir þessir spegla einungis muninn á tvenns konar þjóðskipulagi, tvenn- um lífsviðhorfum, muninn á einræði og lýðræði. Vér búum við skipulag lýðræðis og þekkjum ekki annað af eigin raun, erum löngum fúsir til að finna að því og bölsótast yfir göllum þess, jafnvel þótt vér höf- um engar jákvæðar tillögur fram að bera til úrbóta. En þótt vér kysum margt á annan veg, og að frelsi vort væri fullkomnara en það er, fáum vér ekki neit- að því, að lýðræðið gefur bæði einstaklingnum athafna svigrúm og valdhöfunum aðhald. Og þá hluti fáum vér aldrei þakkað sem skyldi. Frjáls hugsun er aðalsmerki lýðræðisins. Og í krafti þess lífsviðhorfs var heimur- inn látinn fylgjast með því, sem gerðist í geimflugi Glenns. Styrkur lýðræðisins er í því fólginn, að það þolir að horfast í augu við óhöpp, sem fyrir kunna að koma, en jafnframt í þeirri kröfu að einskis sé látið ófreistað til að tryggja öryggi mannlegs lífs. Þar sem einræði ríkir, horfa málin allt öðru vísi við. Einræðisstjórn verður að halda þegnunum í þeirri trú, að henni geti aldrei mistekizt. Á þeirri trú hvílir líf hennar og tilvera, og það sem á vantar tryggir hún með lögreglu og hervaldi. Allar framkvæmdir einræð- isstjórnar verða að vera þannig, að unnt sé að nota þær í auglýsingaskyni. Þær eiga að geta sannað ágæti skipulagsins. Þannig var ekki örgrannt um, að um geimflug Gagarins væri talað sem vitnisburð þess, hversu hið kommúnistiska skipulag væri fremra auð- valdsríkjunum. Enginn veit hversu margar misheppn- aðar tilraunir hafa verið gerðar áður en geimflugið heppnaðist. Ef það hefði mistekizt, mundi enginn í heiminum hafa um slíkt vitað, nema lítill hópur sér- fræðinga, sem létt hefði verið að þagga niður í, ef þeir hefðu gerzt málóða. En fleira getur hvarflað í hugann. Heimurinn er haldinn af stríðsótta. Verður mönnum nú ekki hugs- að til þess, hverjir séu líldegri til að rjúfa friðinn, ein- 74 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.