Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 39
BARNAGETRAUN
ÞAÐ ER ótrúlegt að þið hafið látið hann Villa snúa á
ykkur, krakkar mínir, og ef þið hafið ekki kunnað öll
lcvæðin sem vísur voru birtar úr í síðasta hefti, þá eruð
þið sjálfsagt búin að læra þau núna. En Villi hefur
heldur ekki verið iðjulaus, því nú er hann búinn að
læra 4 kvæði í viðbót og er nú heldur montinn. Visur
úr þessum kvæðum eru letraðar á stóra spjaldið, sem
Villi stendur hjá, og nú eigið þið, eins og síðast, að
segja til um eftir hvaða höfunda vísurnar eru og úr
hvaða kvæðum þær eru teknar. Ef þið kunnið ekki
kvæðin, þá ættuð þið að sýna pabba og mömmu hvað
þið getið verið dugleg og læra þau utanbókar, eitt og
eitt í einu. Svörin eigið þið að senda til „Heima er
bezt“, pósthólf 45, Akureyri, og þurfa þau að hafa bor-
izt afgreiðslunni fyrir 30. apríl n. k. Berist mörg rétt
svör, verða nöfn sigurvegara dregin út. Þið munið að
það er til mikils að vinna, því 1. verðlaunin eru öll
sex bindin af Þjóðsögum Jóns Arnasonar, bundin í
fallegt band. Verðmæti þessara glæsilegu 1. verðlauna
er kr. 1980.00 en auk þess eru 10 aukaverðlaun, og eru
það allt úrvals barna- og unglingabækur.
Það getur borgað sig vel að vera með, því ómögulegt
er að vita, nema það verði einmitt þú, lesandi góður,
sem verður svo heppinn að hreppa verðlaunin.
Vísa nr. S:
Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
Ijóðpundara;
esa nú vænligt
af Viðris þýfi
né hógdrægt
ór hugarfylgsni.
Vísa nr. 6:
Sú kemur tíð að sárin foldar gróa,
svcitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonuin intiðunnoldin frjóa,
ittenningin vex í lundi nýrra skóga.
Vísa nr. 7:
„Ég sigli’ ei skýin, ég sigli sjá!“
svaraði kappinn og hló;
„ég trúi á Guð, en grýlur ei,
og gleð mig við reiðan sjó.“
Vísa nr. 8:
Hlíð, þér unt haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei na-ði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali.
Heima er bezt 107