Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 5
við það, að hundurinn ýlfraði á glugganum og klóraði
í rúðurnar. Hafði henni ekki orðið svefnsamt um nótt-
ina, en blundað þó ögn er á leið. Brá hún þegar við og
flýtti sér til dyra, og svipaðist um eftir manni sínum.
Og er hún varð hans ekki vör greip hana uggur mikill,
ekki sízt vegna þess, hve hundurinn var órólegur. Tók
hann hvað eftir annað með kjaftinum í föt hennar og
vildi leiða hana af stað í áttina til Krossaness. Fór hún
þá af stað og fyigdi seppa eftir, og aldrei fór hann
hraðar en svo, að vel mætti hún fylgja honum. Og
skammt fyrir utan túnið í Ytra-Krossanesi gekk hún
fram á mann sinn örendan.
Þegar Guðmundur féll frá var hann kominn í viðun-
andi efni og hafði dágott bú, en úr því fór að síga á
ógæfuhlið fyrir Snjólaugu með efnahaginn. Fellisvorið
mikla, 1859, missti hún margt af fénu. Var hún þá
komin í háa verzlunarskuld á Akureyri. Og við skaða
þann, er hún beið af fellinum, taldi verzlunarstjórinn
skuldina vera ótrygga orðna, krafðist þess að hún væri
greidd til fulls og gekk harðmannlega að innheimtunni.
Neyddist Snjólaug þá til þess, að selja búið og sundra
heimilinu vorið eftir. Var hún þá alger öreigi.
Guðmundur og Snjólaug eignuðust átta börn. Þau
voru þessi:
1. Jón, sá er hér segir frá.
2. Guðrún, f. 1845, d. 1864. Eftir andlát Guðmund-
ar tók Þorsteinn ísaksson á Hillum, hálfbróðir Snjólaug-
ar, Guðrúnu til fósturs. Ólst hún þar upp sem einka-
dóttir, því að Þorsteinn var barnlaus. Er Guðrún þrosk-
aðist þótti á því bera, að hún væri ekki sem annað fólk.
Var hún undarleg og hjárænuleg. Töldu sumir hana
fáráðiing og tæplega með öllu viti. Hvað sem annars
kann að hafa verið hæft í því.
Á jólaföstu 1864 gerði hláku, svo að snjó tók af
hæðum og hávöðum, en lautir voru fullar af fönn eftir
sem áður. Síðan frysti og setti snjóinn í hjarn. Svo var
það dag einn skömmu fyrir jólin, að þegar heimafólk
á Hillum, annað en Guðrún, reis upp af rökkurdúr og
ljós var kveikt, að hún var horfin. Leið svo fram á
kveldið, að Guðrún gerði ekki vart við sig. Var þá
sent á næstu bæi, ef að hún kynni að hafa komið þar,
en er svo reyndist ekki var leit hafin strax þá urn kveld-
ið. Reyndist leitin árangurslaus, enda var mjög dimmt
og hvergi sporrakt. Strax er birti næsta morgun var
leit hafin að nýju. Fannst Guðrún þá örend, liggjandi í
flæðarmálinu niður undan bænum á Hillum, og vatnaði
aðeins yfir hana. Fjaran þar hjá var sundurspörkuð,
líkast því sem hörð átök og ryskingar hefðu átt sér þar
stað. Föt af Guðrúnu, svunta, húfa, sokkur og skór
lágu þar á tvístringi, og það af fötum, sem á líkinu var
enn, var sundurtætt. Hefur Guðrún annað hvort farið
sér í brjálæðiskasti, eða hún hefur verið myrt. Ekki
féll þó grunur á nokkurn sérstakan mann, enda mun
málið ekkert hafa verið rannsakað. Sumir héldu að
þarna hefði draugur að verki verið, en þá var talið
reimt mjög á Hillum. Sagt var að Guðrún væri barns-
hafandi, er dauða hennar bar að.
Jón Guðmundsson.
3. Anna, f. 1846, d. 1936. Maður hennar var Bald-
vin Baldvinsson, prests að Upsum, Þorsteinssonar. Þau
bjuggu á Ytra-Brennihóli í Kræklingahlíð og voru fá-
tæk, en frábær að góðmennsku bæði. Dóttir þeirra var
Málfríður, er átti Benedikt Guðjónsson hreppstjóra á
Moldhaugum.
4. Isak. Hann cfó í frumbernsku.
5. Jóhannes. Hann dó sömuleiðis ungbarn.
6. Jóhanna, f. 1850, d. 1882. Hún hvorki giftist né
átti afkvæmi. Fór austur í Mývatnssveit og dó þar úr
mislingunum. Var orðin heilsulaus áður.
7. Sigurlaug, f. 1852, d. 1940. Eftir að móðir hennar
fór frá Skjaldarvík, ólst hún upp á hrakningi, og mun-
aði minnstu að hún horfélli í eitt skipti. Varð henni
það til bjargar, að Ingileif kona Sæmundar í Gröf,
Jónassonar, rakst á hana á förnum vegi, tók hana til
sín og hlynnti svo að henni, að hún rétti fljótlega við
aftur. Eftir að Sigurlaug var vaxin, var hún lengi ráðs-
kona hjá séra Zophoniasi Halldórssyni í Goðdölum, og
eftir það fjölda ára hjá Guðmundi bróður sínum á
Þúfnavöllum. Sigurlaug hvorki giftist né átti börn.
8. Guðmundur á Þúfnavöllum, f. 1855, d. 1947.
III.
Jón ólst upp í Syðri-Skjaldarvík hjá foreldrum sín-
um, og var skjöldungur kallaður, af bæ. Hélzt það
nafn við hann lengi fram eftir ævi, og var ekki hætt að
kalla hann því fyrr en löngu síðar og hann var gamall
orðinn. Þegar faðir hans dó var hann ekki nema á
Heima er bezt 77