Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1962, Blaðsíða 9
En þá er Aron var mettr, lagðist hann niðr til svefns. Ok þykkir Aroni nokkru blíðara en hann hugði til. Líðr nú nóttin, og kemur morguninn, ok er Þórar- inn snemma á fótum ok vekur upp fylgdarmenn sína og biðr þá upp standa ok klæðast. Þeir gera nú svá. Þeir senda mann til Arons ok biðja hann upp standa ok Aron stendr upp skjótt. En er Ormr vaknar, þá gengr Þórarinn til bróður síns ok fréttir eftir, hvort Ormr hafi nokkut skapskipun tekit um nóttina. Hann segir þat ekki vera. „Þá mun ek segja þér,“ segir Þórarinn, „at þetta mun kallast it mesta níðingsverk hér á íslandi og óhöfðing- ligt, og vilda ek láta spara sjálfum Sturlungum þetta verk.“ Þá segir Ormr: „Finn ek, at þú ert mikill í flutningi, en þó hefi ek þessu fastliga heitit.“ Þá svarar Þórarinn: „Birta mun ek mitt skaplyndi ok felast eigi lengr, at hér skal frá fleirum tíðendum at segja í dag en lífláti Arons, því at vér munum allir saman standa ok veita nokkura vörn, ef þér vilið at sækja. Ok vænti ek at nokkurir klái sárt síður áðr vit Aron látimst báðir.“ Ormur svarar: „Ofrkapp leggr þú á þetta, bróðir, sem jafnan endranær, ok mun ek ekki þat til vinna til lífláts eins manns nauðsynjalaust at berjast við þik. Takið hann nú á yðvart vald ok farið með sem yðr líkar.“ Þá þakkaði Þórarinn Ormi bróður sínum, ok er ekki getit at þá skildi á um þetta síðan.“ Síðan er frá því sagt, að Aron dvaldist nokkra hríð í Svínafelli með Þórarni, og að Þórarinn fékk honum að síðustu góðan fylgdarmann og bjó hann að öllu vel á braut. í íslendinga sögu er stutt frásögn um þennan atburð og er hún svohljóðandi: „Var Aron sár ok kumlaður mjök. Fór hann sein- lega austur um fjörðu. Hann kom til Svínafells síð um kveld ok maðr með honum. Ok er Ormr vissi þat, lét hann læsa þá í lítilli stofu. Var þat orð á at hann myndi láta drepa þá Aron fyrir vináttu sakir við Sturlu. Þar var þá Þórarinn, bróðir Orms er sveit hafði í Grímsey. Hann mælti Aron undan ok fylði svá fast, at hann lést verja mundu Aron, ef hann fengi ekki grið fyrir flutning hans. Ok nennti Ormur ekki at vinna þat til hans. Þar lét Aron eftir hjálm ok brynju Tumanaut, en fór með saxit. Ormur fékk honum önnur vápn.“ íslendinga saga verður að teljast traust heimild, miklu traustari en Arons saga, en þar sem þeim ber saman um meginatriði þessarar sögu, mun varla ástæða til að ve- fengja það sem í Arons sögu stendur, svo langt sem það nær. — En athugum nú söguna nánar. í Sturlungu eru sögur um marga atburði og marg- víslega, en þó mun þessi saga ekki eiga sér neina hlið- stæðu þar. Það, sem við augum blasir þegar horft er yfir það svið, sem sagan setur lesanda fyrir sjónir, er í stuttu rnáli þetta: Snemma í júní kemur maður að Svínafelli. Hann er mjög vel búinn að vopnum, og þegar hann segir til nafns síns, kannast menn þegar við, að þar er hinn mesti kappi á ferð. Þegar húsbóndanum er sögð gestkoman, biður hann vinnumenn sína að leiða hann til stofu og segjá hon- um, að það eigi að drepa hann að morgni. Þeir fram- kvæma skipunina og skilja svo við Aron, að hann situr með vopnum sínum, albúinn þess að selja líf sitt dýrt. Það er svo sem ekki verið að svíkjast að honum. Meira að segja er hann látinn njóta þess að dagur er að kvöldi kominn, og verður þó ekki sagt, að það væri venja á þeim árum að virða stranglega næturgrið, en hefur þó nánast þótt fínt að gjöra það. Og þegar til kemur fær Aron hina beztu gisting; honum er bor- inn matur og búið gott rúm, að vísu ekki að boði Orms, en úr búi hans samt. Og þegar hann fer, fær Ormur honum herklæði, sem betur hæfa á ferðalagi, heldur en hin þunga brynja Tuma, sem að vísu hefur verið góð verja, en mjög óliðleg. Það er líkast því, að þarna sé sem mest gjört til að koma því inn hjá Aroni, að Ormur vilji drepa hann, en fái því bara ekki ráðið. Og útkoman verður sú, að Aron fær betri fyrirgreiðslu en á nokkrum öðrum stað í ferðinni. En hvaða ástæðu hafði Ormur, til að haga sér á þann hátt, sem sagan greinir? íslendingasaga nefnir aðeins til vináttu við Sturlu Sighvatsson. Ætla má þó, að Aron hafi talið sig hafa fulla ástæðu, til að efast um mikla vináttu Orms við Sturlunga á þessum tíma, því honum hefur vafalaust verið vel kunn- ugt, með hvaða hætti Tumi Sighvatsson gjörðist for- ustumaður Skagfirðinga. Sumarið 1221 hafði Arnór Tumason, höfðingi Skag- firðinga, farið utan, og fékk þá ríki sitt í hendur Þór- arni Jónssyni, hálfbróður Orms í Svínafelli. Þórarinn var þá ungur maður og óreyndur, og er sagt, að sumum bændum hafi þótt hann seinni til en þeir vildu, að rísa gegn mönnum Guðmundar biskups góða, sem þeim þótti — og ekki að ástæðulausu — vera hin mesta plága. Tumi Sighvatsson hafði sama sumar verið fyrirliði flokks, er fór til liðveizlu við Þorvald Gizurarson í Hruna, og þótti flokkur sá, og svo Tumi sjálfur, held- ur ósiðaður. Má vera að þetta hafi valdið því, að Sig- ihvatur faðir hans neitaði að láta hann hafa nokkuð af sínum mannaforráðum. „Reið Tumi vestr til S'kagafjarðar ok átti fund við bændr og kærði fyrir þeim þat, að biskupsmenn myndi gera ónáðir, þegar föng þverra á staðnum, en kallaði þá hafa fyrirmann ungan ok óreyndan. Bóndum fellst þat vel í eyru, er hann sagði.“ Nærri má geta, að Þórami hefur ekki líkað vel að láta taka þannig fram fyrir hendur sér, enda tæplega Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.